Misstu af EM 2013 vegna meiðsla: Þetta verður mótið okkar Söndru Maríu Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 18. júlí 2017 13:00 Katrín (til hægri) á æfingu með stelpunum okkar á keppnisleikvanginum í Tilburg í gær. Vísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera sturlað. Frábær stuðningur sem við erum búnar að fá þessa síðustu sólarhringa. Þessi kveðja í flugstöðinni er hvað eftirminnilegust og maður mun seint gleyma því, líklega aldrei,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir.Blaðamaður settist niður með Katrínu, tíu marka konu í Pepsi-deild kvenna í sumar, á hóteli kvennalandsliðsins í Ermelo á sunnudaginn.Ferðalagið til Frakklands er stelpunum ofarlega í huga. Þær voru kvaddar með stæl í flugstöð Leifs Eiríkssonar og flugu utan á Saga Class.„Að koma upp í flugvél var alveg geggjað, og að sitja á Saga Class í fyrsta skipti,“ segir framherjinn úr vesturbæ Reykjavíkur. Það hafi verið sérstakt að beygja til vinstri en ekki til hægri þegar þær komu inn í flugvélina.„Það var alveg geggjað, geðveikt pláss og maður var eins og í hægindastól heima í stofu.“„Og svo að koma hingað á hótelið. Það var búið að græja herbergin, glaðningur á rúmunum og við erum í skýjunum. Hótelið er flottur og maturinn flottur.Katrín og Sandra María á leiðinni utan til Hollands á föstudaginn, á Saga Class.Instagram @katrinasbjornsKósý með Söndru MaríuKatrín deilir herbergi með Söndru Maríu Jessen, leikmanni Þórs/KA. Katrín og Sandra spiluðu saman í Íslandsmeistaraliði Þórs/KA sumarið 2012 en Katrín er reyndar að upplagi KR-ingur.„Ég kom norður 2012 og við unnum þá titilinn. Þá kynntist ég Söndru svolítið, en þá var hún rosalega ung,“ segir Katrín. Sandra er fædd árið 1995. „En hún er bara þremur árum yngri en ég og við erum orðnar mjög góðar vinkonur eftir að hafa verið saman fyrir norðan.“Katrín segir þær nokkuð svipaðar týpur en þetta sé þó í fyrsta skipti sem þær séu saman í herbergi„Þetta lofar góðu. Við eigum margt sameiginlegt, horfum á þætti saman og höfum kósý stemningu.“Katrín og Sandra voru vonarstjörnur Íslands í aðdraganda EM fyrir fjórum árum. Þær meiddust hins vegar báðar og misstu af mótinu.„Við höfum rætt það hvað þetta mót verði okkar mót einhvern veginn. Við höfum unnið báðar mikið hjá okkar félagsliðum þótt við höfum lent í hinu og þessu. Við höfum staðið okkur vel og hættum ekkert. Við erum engir „quit-arar“ ef ég má sletta. Við styðjum hvor aðra áfram í þessu, hjálpumst að.“Að neðan má sjá innslag frá árinu 2012 þegar Katrín var að raða inn mörkum með Þór/KA í miðjum stúdentsprófum í MR.Finnur til með systrunumMeðal leikmanna sem eru ekki á EM í sumar vegna meiðsla eru Eyjakonurnar og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur. Sömu sögu er að segja um Dóru Maríu Lárusdóttir. „Ég hef sem betur fer aldrei slitið krossband og vonandi kemur aldrei að því. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þeim leið. Lengstu meiðsli sem ég hef lent í eru fjórir mánuðir svo ég get lítið kvartað,“ segir Katrín. Hennar meiðsli hafi verið illa tímasett þótt meiðsli komi svo sem aldrei á góðum tíma.„Ég fann rosalega mikið til með þeim og þetta var mjög sárt. En það kemur maður í manns stað og við verðum að gera úr því sem við höfum. Við höfum verið að gera vel, æfingar og síðustu leikir hafa gengið vel svo ég hef litlar áhyggjur.“Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað tíu mörk með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í sumar. Hún á þrettán landsleiki að baki og hefur skorað einu sinni.Vísir/TOMTilbúin í alltKatrín spilaði hálft tímabil með Klepp í Noregi en hefur annars spilað allan sinn feril heima á Íslandi.„Auðvitað held ég öllu opnu og get ekkert ákveðið núna fyrr en eftir tímabilið. Ég er opin fyrir öllu og skoða allt ef það kemur. Ég veit að EM er stór gluggi. Það verður bara að koma að því. Ég ætla að klára tímabilið með Stjörnunni, er mjög ánægð þar eins og er. En ég er mjög tilbúin að prufa aftur að fara út, ég segi ekki nei við því.“Hún segir tímann í Noregi hafa verið lærdómsríkan og gefið henni reynslu. Hún hefði þó þegið meiri áskorun enda alltaf með fast sæti í byrjunarliðinu.En reiknar hún með að byrja gegn Frökkum?„Það verður allt að koma í ljós. Við erum með marga flotta sóknarmenn sem geta allar leyst efstu þrjár stöðurnar. Þetta kemur í ljós. Ég tek því hlutverki sem Freyr lætur mig hafa og geri það vel. Ég er tilbúin í allt.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Þetta er búið að vera sturlað. Frábær stuðningur sem við erum búnar að fá þessa síðustu sólarhringa. Þessi kveðja í flugstöðinni er hvað eftirminnilegust og maður mun seint gleyma því, líklega aldrei,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir.Blaðamaður settist niður með Katrínu, tíu marka konu í Pepsi-deild kvenna í sumar, á hóteli kvennalandsliðsins í Ermelo á sunnudaginn.Ferðalagið til Frakklands er stelpunum ofarlega í huga. Þær voru kvaddar með stæl í flugstöð Leifs Eiríkssonar og flugu utan á Saga Class.„Að koma upp í flugvél var alveg geggjað, og að sitja á Saga Class í fyrsta skipti,“ segir framherjinn úr vesturbæ Reykjavíkur. Það hafi verið sérstakt að beygja til vinstri en ekki til hægri þegar þær komu inn í flugvélina.„Það var alveg geggjað, geðveikt pláss og maður var eins og í hægindastól heima í stofu.“„Og svo að koma hingað á hótelið. Það var búið að græja herbergin, glaðningur á rúmunum og við erum í skýjunum. Hótelið er flottur og maturinn flottur.Katrín og Sandra María á leiðinni utan til Hollands á föstudaginn, á Saga Class.Instagram @katrinasbjornsKósý með Söndru MaríuKatrín deilir herbergi með Söndru Maríu Jessen, leikmanni Þórs/KA. Katrín og Sandra spiluðu saman í Íslandsmeistaraliði Þórs/KA sumarið 2012 en Katrín er reyndar að upplagi KR-ingur.„Ég kom norður 2012 og við unnum þá titilinn. Þá kynntist ég Söndru svolítið, en þá var hún rosalega ung,“ segir Katrín. Sandra er fædd árið 1995. „En hún er bara þremur árum yngri en ég og við erum orðnar mjög góðar vinkonur eftir að hafa verið saman fyrir norðan.“Katrín segir þær nokkuð svipaðar týpur en þetta sé þó í fyrsta skipti sem þær séu saman í herbergi„Þetta lofar góðu. Við eigum margt sameiginlegt, horfum á þætti saman og höfum kósý stemningu.“Katrín og Sandra voru vonarstjörnur Íslands í aðdraganda EM fyrir fjórum árum. Þær meiddust hins vegar báðar og misstu af mótinu.„Við höfum rætt það hvað þetta mót verði okkar mót einhvern veginn. Við höfum unnið báðar mikið hjá okkar félagsliðum þótt við höfum lent í hinu og þessu. Við höfum staðið okkur vel og hættum ekkert. Við erum engir „quit-arar“ ef ég má sletta. Við styðjum hvor aðra áfram í þessu, hjálpumst að.“Að neðan má sjá innslag frá árinu 2012 þegar Katrín var að raða inn mörkum með Þór/KA í miðjum stúdentsprófum í MR.Finnur til með systrunumMeðal leikmanna sem eru ekki á EM í sumar vegna meiðsla eru Eyjakonurnar og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur. Sömu sögu er að segja um Dóru Maríu Lárusdóttir. „Ég hef sem betur fer aldrei slitið krossband og vonandi kemur aldrei að því. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þeim leið. Lengstu meiðsli sem ég hef lent í eru fjórir mánuðir svo ég get lítið kvartað,“ segir Katrín. Hennar meiðsli hafi verið illa tímasett þótt meiðsli komi svo sem aldrei á góðum tíma.„Ég fann rosalega mikið til með þeim og þetta var mjög sárt. En það kemur maður í manns stað og við verðum að gera úr því sem við höfum. Við höfum verið að gera vel, æfingar og síðustu leikir hafa gengið vel svo ég hef litlar áhyggjur.“Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað tíu mörk með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í sumar. Hún á þrettán landsleiki að baki og hefur skorað einu sinni.Vísir/TOMTilbúin í alltKatrín spilaði hálft tímabil með Klepp í Noregi en hefur annars spilað allan sinn feril heima á Íslandi.„Auðvitað held ég öllu opnu og get ekkert ákveðið núna fyrr en eftir tímabilið. Ég er opin fyrir öllu og skoða allt ef það kemur. Ég veit að EM er stór gluggi. Það verður bara að koma að því. Ég ætla að klára tímabilið með Stjörnunni, er mjög ánægð þar eins og er. En ég er mjög tilbúin að prufa aftur að fara út, ég segi ekki nei við því.“Hún segir tímann í Noregi hafa verið lærdómsríkan og gefið henni reynslu. Hún hefði þó þegið meiri áskorun enda alltaf með fast sæti í byrjunarliðinu.En reiknar hún með að byrja gegn Frökkum?„Það verður allt að koma í ljós. Við erum með marga flotta sóknarmenn sem geta allar leyst efstu þrjár stöðurnar. Þetta kemur í ljós. Ég tek því hlutverki sem Freyr lætur mig hafa og geri það vel. Ég er tilbúin í allt.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira