Líklegt byrjunarlið Íslands: Þrjár berjast á kantinum Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar 18. júlí 2017 12:30 Hverjar byrja í kvöld? vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var með jákvæðan hausverk fyrir valið á byrjunarliðinu gegn Frakklandi í kvöld en stelpurnar okkar hefja leik á EM 2017 gegn stórliði Frakklands í Tilburg klukkan 18.45. Freyr ákvað liðið á laugardagskvöldið og tilkynnti leikmönnum það fyrir æfingu liðsins í Tilburg í gær. „Ég hef verið með ákveðin plön síðustu daga og vikur en í gær tók ég ákvörðun,“ sagði Freyr á blaðamannafundi á sunnudaginn. „Ef það væri júlí 2016 hefðuð þið getað sagt mér byrjunarliðið en þannig er það ekki núna,“ bætti Freyr við en hann spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu í undankeppni EM áður en hver leikmaðurinn á fætur öðrum heltist úr lestinni vegna meiðsla.Enginn hreyfir við Guggu í markinu.vísir/vilhelmVarnarlínan fastmótuð Nokkrir leikmenn eru öruggir sama hvað gerist og einn af þeim er markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir. Guðbjörg er ekki bara besti markvörðurinn í hópnum heldur sá langbesti og stendur því vaktina í marki íslenska liðsins. Glódís Perla Viggósdóttir er einnig sjálfvalin í þriggja manna miðvarðasveit liðsins sem og Sif Atladóttir. Anna Björk Kristjánsdóttir var meidd í síðasta verkefni landsliðsins og þá nýtti Ingibjörg Sigurðardóttir sér tækifærið og spilaði svo vel að hún tryggði sér EM-farseðil. Anna er þó mjög líklega að fara að endurheimta stöðu sína í kvöld. Hallbera Gísladóttir verður vinstri vængbakvörður í 3-4-3 kerfinu og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mjög líklega hægra megin en Freyr byrjaði að prófa hana þar fyrr á árinu. Á meðan Rakel Hönnudóttir er frá vegna meiðsla er Gunnhildur nánast sjálfvalin þar í fyrsta leik.Sara Björk á sitt sæti á miðjunni.vísir/vilhelmFrábær miðja Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, á sinn stað á miðjunni og Dagný Brynjarsdóttir verður væntanlega við hlið hennar. Dagný hefur lítið spilað á árinu en Freyr má illa við því að hvíla hana í kvöld þar sem Rangæingurinn er svo líkamlega sterkur og ótrúlega góður leikmaður. Katrín Ásbjörnsdóttir var fremsti maður í síðustu leikjum Íslands en tæpt er að Harpa Þorsteinsdóttir byrji leikinn þar sem Freyr veit að hann þarf að taka hana út af ef hún verður í byrjunarliðinu. Líklegra er að Harpa komi inn á í seinni hálfleik. Katrín byrjar því líklega í kvöld enda Freyr búinn að breyta útfærslunni á leikkerfinu í kringum hennar styrkleika. Fanndís Friðriksdóttir hefur verið frábær í Pepsi-deildinni og spilað vel fyrir landsliðið undanfarin misseri. Nánast er öruggt að hún byrji á öðrum kantinum en þá er spurningin hver byrjar á hinum vængnum.Elín Metta skoraði í síðasta sigurleik Íslands.vísir/vilhelmElín Metta líklegust Þar berjast þrjár um eina stöðu; Sandra María Jessen, Elín Metta Jensen og nýliðinn Agla María Albertsdóttir. Freyr er mikill Elínar Mettu-maður enda þekkt hana lengi og þá skoraði Elín Metta í síðasta sigurleik Íslands á móti Slóvakíu í apríl. Það var líka síðast sem Ísland skoraði mark. Elín Metta hefur einnig verið að spila vel í Pepsi-deildinni og er mjög dugleg að hlaupa fram og aftur og hjálpa til í varnarleiknum. Agla María hefur komið sterk inn og er algjörlega óhrædd og þá hefur Sandra María líkamlega yfirburði yfir þær báðar þannig möguleikarnir eru góðir.Líklegt byrjunarlið er því: Guðbjörg Gunnarsdóttir; Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir; Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar sem gista í stórborgunum geta ekki fagnað of lengi í kvöld Síðasta lestarferð frá Tilburg til Amsterdam og Rotterdam er á miðnætti. 18. júlí 2017 09:00 Annað tækifæri til að heilla Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg. 18. júlí 2017 06:00 Á bak við tjöldin með liðsstjórunum og gleðigjöfunum Laufeyju og Margréti Við vorum ekki að koma með allt þetta dót til þess að fara heim. Það er á hreinu! segir liðsstjórinn Laufey Ólafsdóttir. 18. júlí 2017 12:00 Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00 Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum. 18. júlí 2017 07:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var með jákvæðan hausverk fyrir valið á byrjunarliðinu gegn Frakklandi í kvöld en stelpurnar okkar hefja leik á EM 2017 gegn stórliði Frakklands í Tilburg klukkan 18.45. Freyr ákvað liðið á laugardagskvöldið og tilkynnti leikmönnum það fyrir æfingu liðsins í Tilburg í gær. „Ég hef verið með ákveðin plön síðustu daga og vikur en í gær tók ég ákvörðun,“ sagði Freyr á blaðamannafundi á sunnudaginn. „Ef það væri júlí 2016 hefðuð þið getað sagt mér byrjunarliðið en þannig er það ekki núna,“ bætti Freyr við en hann spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu í undankeppni EM áður en hver leikmaðurinn á fætur öðrum heltist úr lestinni vegna meiðsla.Enginn hreyfir við Guggu í markinu.vísir/vilhelmVarnarlínan fastmótuð Nokkrir leikmenn eru öruggir sama hvað gerist og einn af þeim er markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir. Guðbjörg er ekki bara besti markvörðurinn í hópnum heldur sá langbesti og stendur því vaktina í marki íslenska liðsins. Glódís Perla Viggósdóttir er einnig sjálfvalin í þriggja manna miðvarðasveit liðsins sem og Sif Atladóttir. Anna Björk Kristjánsdóttir var meidd í síðasta verkefni landsliðsins og þá nýtti Ingibjörg Sigurðardóttir sér tækifærið og spilaði svo vel að hún tryggði sér EM-farseðil. Anna er þó mjög líklega að fara að endurheimta stöðu sína í kvöld. Hallbera Gísladóttir verður vinstri vængbakvörður í 3-4-3 kerfinu og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mjög líklega hægra megin en Freyr byrjaði að prófa hana þar fyrr á árinu. Á meðan Rakel Hönnudóttir er frá vegna meiðsla er Gunnhildur nánast sjálfvalin þar í fyrsta leik.Sara Björk á sitt sæti á miðjunni.vísir/vilhelmFrábær miðja Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, á sinn stað á miðjunni og Dagný Brynjarsdóttir verður væntanlega við hlið hennar. Dagný hefur lítið spilað á árinu en Freyr má illa við því að hvíla hana í kvöld þar sem Rangæingurinn er svo líkamlega sterkur og ótrúlega góður leikmaður. Katrín Ásbjörnsdóttir var fremsti maður í síðustu leikjum Íslands en tæpt er að Harpa Þorsteinsdóttir byrji leikinn þar sem Freyr veit að hann þarf að taka hana út af ef hún verður í byrjunarliðinu. Líklegra er að Harpa komi inn á í seinni hálfleik. Katrín byrjar því líklega í kvöld enda Freyr búinn að breyta útfærslunni á leikkerfinu í kringum hennar styrkleika. Fanndís Friðriksdóttir hefur verið frábær í Pepsi-deildinni og spilað vel fyrir landsliðið undanfarin misseri. Nánast er öruggt að hún byrji á öðrum kantinum en þá er spurningin hver byrjar á hinum vængnum.Elín Metta skoraði í síðasta sigurleik Íslands.vísir/vilhelmElín Metta líklegust Þar berjast þrjár um eina stöðu; Sandra María Jessen, Elín Metta Jensen og nýliðinn Agla María Albertsdóttir. Freyr er mikill Elínar Mettu-maður enda þekkt hana lengi og þá skoraði Elín Metta í síðasta sigurleik Íslands á móti Slóvakíu í apríl. Það var líka síðast sem Ísland skoraði mark. Elín Metta hefur einnig verið að spila vel í Pepsi-deildinni og er mjög dugleg að hlaupa fram og aftur og hjálpa til í varnarleiknum. Agla María hefur komið sterk inn og er algjörlega óhrædd og þá hefur Sandra María líkamlega yfirburði yfir þær báðar þannig möguleikarnir eru góðir.Líklegt byrjunarlið er því: Guðbjörg Gunnarsdóttir; Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir; Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar sem gista í stórborgunum geta ekki fagnað of lengi í kvöld Síðasta lestarferð frá Tilburg til Amsterdam og Rotterdam er á miðnætti. 18. júlí 2017 09:00 Annað tækifæri til að heilla Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg. 18. júlí 2017 06:00 Á bak við tjöldin með liðsstjórunum og gleðigjöfunum Laufeyju og Margréti Við vorum ekki að koma með allt þetta dót til þess að fara heim. Það er á hreinu! segir liðsstjórinn Laufey Ólafsdóttir. 18. júlí 2017 12:00 Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00 Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum. 18. júlí 2017 07:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Íslendingar sem gista í stórborgunum geta ekki fagnað of lengi í kvöld Síðasta lestarferð frá Tilburg til Amsterdam og Rotterdam er á miðnætti. 18. júlí 2017 09:00
Annað tækifæri til að heilla Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg. 18. júlí 2017 06:00
Á bak við tjöldin með liðsstjórunum og gleðigjöfunum Laufeyju og Margréti Við vorum ekki að koma með allt þetta dót til þess að fara heim. Það er á hreinu! segir liðsstjórinn Laufey Ólafsdóttir. 18. júlí 2017 12:00
Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00
Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum. 18. júlí 2017 07:00