Skotin til bana á náttfötunum eftir að hafa hringt á lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2017 11:16 Frá minningarathöfn við heimili Justine og Don Damond. Vísir/EPA Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent