Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar 18. júlí 2017 20:50 Sif Atladóttir bjargar hér einu sinni sem oftar í leiknum. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið gaf fá færi á sér en Frakkarnir skoruðu sigurmarkið úr ódýrri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leiksins. Íslensku stelpurnar létu vel finna fyrir sér í þessum leik og Frakkarnir voru mun meira með boltann. Íslenska liðið var engu að síður nokkrum sinnum nálægt því að skora. Pressa franska liðsins var meiri í seinni hálfleik og því miður féll ítalski dómarinn í gildru Frakka og gaf þeim ódýra vítaspyrnu sem réði úrslitum í þessum leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku stelpurnar stóðu sig í leiknum í kvöld að mati íþróttadeildar Vísis og Fréttablaðsins.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 7 Nánast fullkominn leikur hjá Guðbjörgu. Varði allt sem á markið kom mjög örugglega og var sterk í teignum. Boltinn fór einu sinni framhjá henni og það var úr vítaspyrnu. Traustur leikur hjá Guggu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Hrikalega öflug í þriggja miðvarða kerfinu eins og stöllur hennar tvær. Er best á boltann af þeim þremur og gerði hvað mest til að reyna að senda boltann rólega út úr vörninni. Staðsetti sig vel og átti nokkrar góðar tæklingar.Sif Atladóttir, miðvörður 9 - maður leiksins Drottningin í hjarta varnarinnar var algjörlega frábær. Hún kláraði hvert einasta einvígi sem hún fór í og var stundum eins og eins manns her í miðjunni á þriggja manna miðvarðalínunni. Frábær leikur hjá Sif.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 8 Nýliðinn getur heldur betur verið sátt með frumraun sína. Hún var jafnísköld og á móti Brasilíu á dögunum og sýndi hvers vegna Freyr valdi hana í byrjunarliðið. Fékk gult spjald fyrir harða tæklingu en var annars traust og lét stórskotalið Frakka hafa áhrif á sig.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 7 Varðist vel með mann fyrir framan sig en á í smá basli með að verjast er hún hleypur til baka eins og vængbakverðir þurfa mikið að gera. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega og klúðraði dauðafæri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 8 Fyrirliðinn var bókstaflega út um allt. Mælirinn sem mældi hlaupatölur hennar hefur vafalítið sprungið. Vann mikið af návígum en hefði mátt vera betri að róa leikinn niður þegar hún fékk boltann á smá svæði.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 8 Sísí fríkaði svo sannarlega ekki út í sínum fyrsta leik. Virkilega góð frumraun á stórmóti. Vann mikið af tæklingum og gerði hvað best af miðjumönnum Íslands að koma boltanum í spil eftir að hún vann boltann.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 7 Var í svolitlu basli í fyrri hálfleik en komst betur í takt við leikinn í seinni hálfleik. Átti nokkrar fínar fyrirgjafir inn á teiginn.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður 7 Var algjörlega óhrædd í EM-frumraun sinni og hljóp úr sér lifur og lungu. Hún beið fremst þegar íslenska liðið varðist. Náði ekki að skapa mikið enda var hún frekar einmanna í framlínunni en mikill dugnaður í henni.Fanndís Friðriksdóttir átti góðan leik.Vísir/GettyFanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 8 Besti sóknarmaður íslenska liðsins í leiknum. Var alltaf tilbúin að taka leikmenn Frakka á og barðist eins og ljón. Var sú eina sem vann reglulega boltann framarlega á vellinum fyrir Ísland með mikilli grimmd.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Fínn leikur hjá Dagnýju sem á þó eitthvað í land með leikformið. Hefði mátt skila boltanum betur frá sér en hljóp og barðist eins mikið og hún gat og var öflugri í seinni hálfleik.Varamenn:Katrín Ásbjörnsdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 61. mínútu) 7 Kom grimm inn og barðist en fékk úr litlu að moða í framlínunni. Engu að síður ágæt innkoma.Harpa Þorsteinsdóttir - (Kom inn á fyrir Sigríði Láru á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Fékk litla þjónustu þær mínútur sem hún var inn á vellinum. Reyndi að halda uppi baráttunni en náði litlum takti.Elín Metta Jensen - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Var aðeins nýkomin inná þegar hún fékk dæmt á sig vítaspyrnu. Grátlegt fyrir hana ekki síst þar sem að þetta var mjög strangur dómur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið gaf fá færi á sér en Frakkarnir skoruðu sigurmarkið úr ódýrri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leiksins. Íslensku stelpurnar létu vel finna fyrir sér í þessum leik og Frakkarnir voru mun meira með boltann. Íslenska liðið var engu að síður nokkrum sinnum nálægt því að skora. Pressa franska liðsins var meiri í seinni hálfleik og því miður féll ítalski dómarinn í gildru Frakka og gaf þeim ódýra vítaspyrnu sem réði úrslitum í þessum leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku stelpurnar stóðu sig í leiknum í kvöld að mati íþróttadeildar Vísis og Fréttablaðsins.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 7 Nánast fullkominn leikur hjá Guðbjörgu. Varði allt sem á markið kom mjög örugglega og var sterk í teignum. Boltinn fór einu sinni framhjá henni og það var úr vítaspyrnu. Traustur leikur hjá Guggu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Hrikalega öflug í þriggja miðvarða kerfinu eins og stöllur hennar tvær. Er best á boltann af þeim þremur og gerði hvað mest til að reyna að senda boltann rólega út úr vörninni. Staðsetti sig vel og átti nokkrar góðar tæklingar.Sif Atladóttir, miðvörður 9 - maður leiksins Drottningin í hjarta varnarinnar var algjörlega frábær. Hún kláraði hvert einasta einvígi sem hún fór í og var stundum eins og eins manns her í miðjunni á þriggja manna miðvarðalínunni. Frábær leikur hjá Sif.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 8 Nýliðinn getur heldur betur verið sátt með frumraun sína. Hún var jafnísköld og á móti Brasilíu á dögunum og sýndi hvers vegna Freyr valdi hana í byrjunarliðið. Fékk gult spjald fyrir harða tæklingu en var annars traust og lét stórskotalið Frakka hafa áhrif á sig.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 7 Varðist vel með mann fyrir framan sig en á í smá basli með að verjast er hún hleypur til baka eins og vængbakverðir þurfa mikið að gera. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega og klúðraði dauðafæri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 8 Fyrirliðinn var bókstaflega út um allt. Mælirinn sem mældi hlaupatölur hennar hefur vafalítið sprungið. Vann mikið af návígum en hefði mátt vera betri að róa leikinn niður þegar hún fékk boltann á smá svæði.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 8 Sísí fríkaði svo sannarlega ekki út í sínum fyrsta leik. Virkilega góð frumraun á stórmóti. Vann mikið af tæklingum og gerði hvað best af miðjumönnum Íslands að koma boltanum í spil eftir að hún vann boltann.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 7 Var í svolitlu basli í fyrri hálfleik en komst betur í takt við leikinn í seinni hálfleik. Átti nokkrar fínar fyrirgjafir inn á teiginn.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður 7 Var algjörlega óhrædd í EM-frumraun sinni og hljóp úr sér lifur og lungu. Hún beið fremst þegar íslenska liðið varðist. Náði ekki að skapa mikið enda var hún frekar einmanna í framlínunni en mikill dugnaður í henni.Fanndís Friðriksdóttir átti góðan leik.Vísir/GettyFanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 8 Besti sóknarmaður íslenska liðsins í leiknum. Var alltaf tilbúin að taka leikmenn Frakka á og barðist eins og ljón. Var sú eina sem vann reglulega boltann framarlega á vellinum fyrir Ísland með mikilli grimmd.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Fínn leikur hjá Dagnýju sem á þó eitthvað í land með leikformið. Hefði mátt skila boltanum betur frá sér en hljóp og barðist eins mikið og hún gat og var öflugri í seinni hálfleik.Varamenn:Katrín Ásbjörnsdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 61. mínútu) 7 Kom grimm inn og barðist en fékk úr litlu að moða í framlínunni. Engu að síður ágæt innkoma.Harpa Þorsteinsdóttir - (Kom inn á fyrir Sigríði Láru á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Fékk litla þjónustu þær mínútur sem hún var inn á vellinum. Reyndi að halda uppi baráttunni en náði litlum takti.Elín Metta Jensen - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Var aðeins nýkomin inná þegar hún fékk dæmt á sig vítaspyrnu. Grátlegt fyrir hana ekki síst þar sem að þetta var mjög strangur dómur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti