Sara Björk: "Ég er búin að jafna mig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 22:12 Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar fyrir stuðninginn eftir leikinn í kvöld. vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var eðlilega mjög svekkt þegar hún ræddi við Vísi eftir tapleikinn gegn Frakklandi í kvöld þar sem stelpurnar okkar fengu á sig mark úr vítaspyrnu á 85. mínútu. „Þetta voru svekkjandi úrslit. Maður vildi allavega fá eitt stig út úr þessum leik, hvað þá þrjú. Að fá ekkert stig eftir svona frábæra frammistöðu er erfitt. En svona er þetta. Þessi leikur er búinn,“ sagði Sara Björk. „Við spiluðum eins og við lögðum upp með. Við spiluðum frábæran varnarleik, náðum upp góðri pressu og sóttum úr skyndisóknum. Mér fannst við vera með þær í föstum leikatriðum en við hefðum getað gert betur í okkar föstu leikatriðum. Við áttum að skora.“ „Mér fannst við ekki gefa mikið af opnum færum á okkur og því er svekkjandi að fá ekkert stig út úr þessum leik,“ sagði fyrirliðinn. Sara Björk var einnig í byrjunarliðinu sem tapaði fyrir Frakklandi í fyrsta leik á EM fyrir átta árum síðan en hún segir liðið vera komið miklu lengra en þá. „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara. „Það er allt öðruvísi að ganga svona af velli stoltur þrátt fyri tap og það skiptir máli upp á næsta leik. Það er ótrúlega mikilvægt að fara inn í næsta leik með góða frammistöðu á bakinu.“ Hefur fyrirliðinn einhverjar áhyggjur af því að stelpurnar verði of lengi að komast yfir þessi úrslit í ljósi þess að það er mikilvægur leikur gegn Sviss á laugardaginn? „Nei, það er of stutt á milli leikja. Þetta er búið núna. Ég er búin að jafna mig og er tilbúin í næsta leik, sagði Sara Björk Gunnarsdóttir.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sif: Ég trúði því ekki að hún væri að dæma víti Sif Atladóttir átti frábæran leik í miðri vörn íslenska liðsins og var að vonum svekkt eftir að Frakkarnir náðu að tryggja sér sigur úr ódýrri vítaspyrnu í lokin. Sif tók undir það að henni liði eins og hún hafi verið rænd í þessum leik. 18. júlí 2017 21:58 Freyr: Finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta Þjálfari íslenska landsliðsins, Freyr Alexandersson var þokkalega brattur í viðtali eftir leik en hann var stoltur af stelpunum þrátt fyrir tapið en bar ekki sömu tilfinningarnar til dómara leiksins. 18. júlí 2017 22:00 Guðbjörg: Mér líður eins og við höfum verið rændar Guðbjörg Gunnarsdóttir var vonsvikin er blaðamaður Vísis hitti á hana eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í dag en henni fannst vítaspyrnudómurinn ódýr og að íslenska liðið átt allaveganna stig skilið úr leiknum. 18. júlí 2017 21:45 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Glódís Perla: Fylgdum okkar skipulagi 100% Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 21:44 Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum. 18. júlí 2017 21:48 Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var eðlilega mjög svekkt þegar hún ræddi við Vísi eftir tapleikinn gegn Frakklandi í kvöld þar sem stelpurnar okkar fengu á sig mark úr vítaspyrnu á 85. mínútu. „Þetta voru svekkjandi úrslit. Maður vildi allavega fá eitt stig út úr þessum leik, hvað þá þrjú. Að fá ekkert stig eftir svona frábæra frammistöðu er erfitt. En svona er þetta. Þessi leikur er búinn,“ sagði Sara Björk. „Við spiluðum eins og við lögðum upp með. Við spiluðum frábæran varnarleik, náðum upp góðri pressu og sóttum úr skyndisóknum. Mér fannst við vera með þær í föstum leikatriðum en við hefðum getað gert betur í okkar föstu leikatriðum. Við áttum að skora.“ „Mér fannst við ekki gefa mikið af opnum færum á okkur og því er svekkjandi að fá ekkert stig út úr þessum leik,“ sagði fyrirliðinn. Sara Björk var einnig í byrjunarliðinu sem tapaði fyrir Frakklandi í fyrsta leik á EM fyrir átta árum síðan en hún segir liðið vera komið miklu lengra en þá. „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara. „Það er allt öðruvísi að ganga svona af velli stoltur þrátt fyri tap og það skiptir máli upp á næsta leik. Það er ótrúlega mikilvægt að fara inn í næsta leik með góða frammistöðu á bakinu.“ Hefur fyrirliðinn einhverjar áhyggjur af því að stelpurnar verði of lengi að komast yfir þessi úrslit í ljósi þess að það er mikilvægur leikur gegn Sviss á laugardaginn? „Nei, það er of stutt á milli leikja. Þetta er búið núna. Ég er búin að jafna mig og er tilbúin í næsta leik, sagði Sara Björk Gunnarsdóttir.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sif: Ég trúði því ekki að hún væri að dæma víti Sif Atladóttir átti frábæran leik í miðri vörn íslenska liðsins og var að vonum svekkt eftir að Frakkarnir náðu að tryggja sér sigur úr ódýrri vítaspyrnu í lokin. Sif tók undir það að henni liði eins og hún hafi verið rænd í þessum leik. 18. júlí 2017 21:58 Freyr: Finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta Þjálfari íslenska landsliðsins, Freyr Alexandersson var þokkalega brattur í viðtali eftir leik en hann var stoltur af stelpunum þrátt fyrir tapið en bar ekki sömu tilfinningarnar til dómara leiksins. 18. júlí 2017 22:00 Guðbjörg: Mér líður eins og við höfum verið rændar Guðbjörg Gunnarsdóttir var vonsvikin er blaðamaður Vísis hitti á hana eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í dag en henni fannst vítaspyrnudómurinn ódýr og að íslenska liðið átt allaveganna stig skilið úr leiknum. 18. júlí 2017 21:45 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Glódís Perla: Fylgdum okkar skipulagi 100% Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 21:44 Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum. 18. júlí 2017 21:48 Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Sif: Ég trúði því ekki að hún væri að dæma víti Sif Atladóttir átti frábæran leik í miðri vörn íslenska liðsins og var að vonum svekkt eftir að Frakkarnir náðu að tryggja sér sigur úr ódýrri vítaspyrnu í lokin. Sif tók undir það að henni liði eins og hún hafi verið rænd í þessum leik. 18. júlí 2017 21:58
Freyr: Finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta Þjálfari íslenska landsliðsins, Freyr Alexandersson var þokkalega brattur í viðtali eftir leik en hann var stoltur af stelpunum þrátt fyrir tapið en bar ekki sömu tilfinningarnar til dómara leiksins. 18. júlí 2017 22:00
Guðbjörg: Mér líður eins og við höfum verið rændar Guðbjörg Gunnarsdóttir var vonsvikin er blaðamaður Vísis hitti á hana eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í dag en henni fannst vítaspyrnudómurinn ódýr og að íslenska liðið átt allaveganna stig skilið úr leiknum. 18. júlí 2017 21:45
Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00
Glódís Perla: Fylgdum okkar skipulagi 100% Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 21:44
Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum. 18. júlí 2017 21:48