Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2017 09:00 Stóri rauði bletturinn á Júpíter eins og hann kæmi fyrir sjónir manna. Björn vann myndina úr hrárri mynd Juno í frítíma sínum. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn Jónsson Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA birtir nær samstundis hráar myndir sem Juno-geimfarið, sem hefur verið á braut um Júpíter síðasta árið, tekur á netinu. Slíkar myndir eru sem fjársjóðskista fyrir áhugamenn eins og Björn. Á meðal mynda sem Björn hefur unnið eru nokkrar sem geimfarið tók þegar það flaug yfir Stóra rauða blettinn, tröllvaxinn storm sem hefur geysað í hundruð ára og er helsta kennileiti Júpíters, í síðustu viku.Sýnir Júpíter eins og hann er í „raun og veru“Margir áhugamenn hafa unnið slíkar myndir í ýktum litum sem draga frekar fram smáatriði í lofthjúpi reikistjörnunnar. Björn kaus hins vegar að vinna sínar myndir til að þær séu sem líkastar því sem menn myndu sjá með berum augum. „Ég ákvað að að sýna hvernig þetta liti út í raun og veru ef maður væri þarna sjálfur á staðnum,“ segir hann. Myndirnar birtir hann meðal annars á alþjóðlegu spjallborði myndvinnsluáhugamanna á síðunni Unmanned Spaceflight. Björn segir fólk af öllum þjóðernum birta unnar geimmyndir þar.Stóri rauði bletturinn er 16.000 kílómetra breiður og hefur verið til eins lengi og menn hafa getað greint Júpíter með sjónaukum.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn JónssonSkrifar forrit til að vinna myndirnar Björn hefur unnið myndir af þessu tagi í frístundum sínum frá því fyrir aldamót en hann segir að ákveðin bylting hafi orðið í þessu áhugamáli hans í kringum árið 2010. Þá hafi hann hafið tilraunastarfsemi og byrjað að þróa og breyta aðferðunum sem hann beitti. Meðal annars skrifaði hann forrit til að geta betrumbætt myndir frá Voyager-geimförunum sem þeyttust í gegnum sólkerfið og mynduðu ytra sólkerfið á 8. og 9. áratugi síðustu aldar. Forritin sáu meðal annars um að leiðrétta fyrir möndulsnúningi reikistjarna til að Björn gæti sameinað margar myndir í eina samsetta mynd.Eins og flækt útgáfa af panorama-mynd Björn segir hins vegar töluvert snúnara að vinna myndirnar sem koma frá Juno en frá Voyager eða Cassini sem hefur verið á braut um Satúrnus frá 2004. Myndirnar frá síðarnefndu geimförunum tveimur sýndu viðfangsefnin yfirleitt í heilu lagi en myndirnar sem Juno sendir til jarðar eru hins vegar í formi mjórra ræma. „Juno-geimfarið, öfugt við Voyager eða Cassini, snýst um sjálft sig svipað og skopparakringla. Snúningurinn sér um að beina myndavélinni í rétta átt. Það eru teknar margar mjóar myndir. Það þarf að púsla öllum þessu mjóu myndum saman. Það er svolítið flókið mál. Það er svona eins og flækt útgáfa af því að setja saman panorama-mynd,“ segir Björn.Á Juno-myndunum sjást smáatriði í lofthjúpi Júpíters eins og iður, hvirflar og ský sem voru ekki greinilega á myndum fyrri geimfara.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn JónssonÞar við bætist að myndirnar frá Juno berast til jarðar í svarthvítu. Til þess að búa til litmyndir þurfa myndvinnsluáhugamenn eins og Björn að sameina þrjár útgáfur af hverri mynd, eina í rauðu ljós, aðra í bláu og þriðju í grænu. Því þurfti hann að smíða nýtt forrit til að vinna Juno-myndirnar. „Þetta er svo ólíkt Voyager og Cassini. Það tók töluverðan tíma að fá forritið til þess að virka almennilega,“ segir Björn.Samsett mynd sem Björn vann úr myndum Voyager 1 af Stóra rauða blettinum á Júpíter. Myndin hefur verið talin ein sú besta sem til er af storminum en nú er Juno komin til sögunnar.NASA/JPL og Björn JónssonLandslag skýjannaMyndirnar sem nú berast til jarðar segir Björn alveg stórkostlegar og betri en hann hafði búist við. Þær séu skýrari en fyrri myndir sem geimför hafa tekið af Júpíter og meiri smáatriði sjáist á þeim. „Það sést mikið af smáskýjum og skuggum af því sem falla á ský sem eru neðar. Þeta sést lítið frá eldri geimförum svo maður er að sjá landslag í skýjunum sums staðar sem maður sér ekki á eldri myndum. Á eldri myndum lítur lofthjúpurinn yfirleitt út eins og hann sé málaður á algerlega slétta kúlu. Þarna er þetta orðið landslag skýjanna,“ segir Björn.Áhugamenn vinna myndirnar jafnvel betur en NASA Upphaflega átti engin myndavél að vera um borð í Juno þar sem vísindamarkmið leiðangursins voru önnur. NASA ákvað hins vegar á endanum að koma fyrir ódýrri og lítilli myndavél enda vekja myndir frá geimleiðöngrum yfirleitt mesta athygli almennings. Til þess að spara fé hefur NASA nær enga starfsmenn í að vinna myndirnar. Þess í stað birtir stofnunin myndirnar hráar á netinu og hvetur áhugamenn eins og Björn til að vinna þær. „Þetta hefur borið þann árangur að það hafa verið að koma alveg jafnflottar myndir út úr þeirri vinnslu og NASA myndi gera sjálf, kannski flottari af því að áhugamennirnir sem fást við þetta ráða sínum tíma sjálfir. Ef þeir vilja eyða öllum sínum tíma í að vinna þetta almennilega þá bara gera þeir það á meðan þeir sem eru hjá NASA eru kannski bundnir yfir öðrum verkefnum,“ segir Björn.Þessa mynd af reikistjörnunni Úranusi vann Björn upp úr gamalli mynd frá Voyager 2. Myndvinnslan dró fram smáatriði í lofthjúpnum sem ekki höfðu sést á eldri myndum.NASA/JPL-Caltech/Björn JónssonGríðarlegur fjöldi hrárra mynda er birtur á vefsíðu geimfarsins og getur hver sem er nálgast þær. Því er ljóst að Björn og aðrir áhugamenn hafa úr nægum efniviði að moða á næstunni. „Það er náttúrulega bara alveg frábært. Maður er bara að vinna núna þær sem líta út fyrir að vera allra áhugaverðustu myndirnar. Svo eru aðrar sem maður skilur eftir sem maður á kannski eftir að kíkja á seinna,“ segir Björn.Í myndskeiðinu hér fyrir neðan sem Björn vann má sjá hvernig Júpíter birtist Juno þegar geimfarið flaug yfir Stóra rauða blettinn í 9.866 km hæð 11. júlí. Litirnir í myndunum eru sem næst því sem menn sæju með eigin augum. Jupiter's Great Red Spot as seen by the Juno spacecraft from Bjorn Jonsson on Vimeo. Vísindi Tengdar fréttir Stórfenglegar myndir af rauðum bletti Júpíters Geimfarið Juno flaug fram hjá reikistjörnunni Júpíter á mánudaginn í um níu þúsund kílómetra hæð og náði einstökum myndum af Stóra rauða bletti plánetunnar. 13. júlí 2017 12:13 Útsýnisflug yfir stærsta storm sólkerfisins Mannkynið á von á fyrstu nærmyndunum af Stóra rauða blettinum, helst kennileiti reikistjörnunnar Júpíters, í næstu viku þegar geimfarið Juno flýgur beint yfir þennan stærsta storm sólkerfisins. 5. júlí 2017 22:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA birtir nær samstundis hráar myndir sem Juno-geimfarið, sem hefur verið á braut um Júpíter síðasta árið, tekur á netinu. Slíkar myndir eru sem fjársjóðskista fyrir áhugamenn eins og Björn. Á meðal mynda sem Björn hefur unnið eru nokkrar sem geimfarið tók þegar það flaug yfir Stóra rauða blettinn, tröllvaxinn storm sem hefur geysað í hundruð ára og er helsta kennileiti Júpíters, í síðustu viku.Sýnir Júpíter eins og hann er í „raun og veru“Margir áhugamenn hafa unnið slíkar myndir í ýktum litum sem draga frekar fram smáatriði í lofthjúpi reikistjörnunnar. Björn kaus hins vegar að vinna sínar myndir til að þær séu sem líkastar því sem menn myndu sjá með berum augum. „Ég ákvað að að sýna hvernig þetta liti út í raun og veru ef maður væri þarna sjálfur á staðnum,“ segir hann. Myndirnar birtir hann meðal annars á alþjóðlegu spjallborði myndvinnsluáhugamanna á síðunni Unmanned Spaceflight. Björn segir fólk af öllum þjóðernum birta unnar geimmyndir þar.Stóri rauði bletturinn er 16.000 kílómetra breiður og hefur verið til eins lengi og menn hafa getað greint Júpíter með sjónaukum.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn JónssonSkrifar forrit til að vinna myndirnar Björn hefur unnið myndir af þessu tagi í frístundum sínum frá því fyrir aldamót en hann segir að ákveðin bylting hafi orðið í þessu áhugamáli hans í kringum árið 2010. Þá hafi hann hafið tilraunastarfsemi og byrjað að þróa og breyta aðferðunum sem hann beitti. Meðal annars skrifaði hann forrit til að geta betrumbætt myndir frá Voyager-geimförunum sem þeyttust í gegnum sólkerfið og mynduðu ytra sólkerfið á 8. og 9. áratugi síðustu aldar. Forritin sáu meðal annars um að leiðrétta fyrir möndulsnúningi reikistjarna til að Björn gæti sameinað margar myndir í eina samsetta mynd.Eins og flækt útgáfa af panorama-mynd Björn segir hins vegar töluvert snúnara að vinna myndirnar sem koma frá Juno en frá Voyager eða Cassini sem hefur verið á braut um Satúrnus frá 2004. Myndirnar frá síðarnefndu geimförunum tveimur sýndu viðfangsefnin yfirleitt í heilu lagi en myndirnar sem Juno sendir til jarðar eru hins vegar í formi mjórra ræma. „Juno-geimfarið, öfugt við Voyager eða Cassini, snýst um sjálft sig svipað og skopparakringla. Snúningurinn sér um að beina myndavélinni í rétta átt. Það eru teknar margar mjóar myndir. Það þarf að púsla öllum þessu mjóu myndum saman. Það er svolítið flókið mál. Það er svona eins og flækt útgáfa af því að setja saman panorama-mynd,“ segir Björn.Á Juno-myndunum sjást smáatriði í lofthjúpi Júpíters eins og iður, hvirflar og ský sem voru ekki greinilega á myndum fyrri geimfara.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn JónssonÞar við bætist að myndirnar frá Juno berast til jarðar í svarthvítu. Til þess að búa til litmyndir þurfa myndvinnsluáhugamenn eins og Björn að sameina þrjár útgáfur af hverri mynd, eina í rauðu ljós, aðra í bláu og þriðju í grænu. Því þurfti hann að smíða nýtt forrit til að vinna Juno-myndirnar. „Þetta er svo ólíkt Voyager og Cassini. Það tók töluverðan tíma að fá forritið til þess að virka almennilega,“ segir Björn.Samsett mynd sem Björn vann úr myndum Voyager 1 af Stóra rauða blettinum á Júpíter. Myndin hefur verið talin ein sú besta sem til er af storminum en nú er Juno komin til sögunnar.NASA/JPL og Björn JónssonLandslag skýjannaMyndirnar sem nú berast til jarðar segir Björn alveg stórkostlegar og betri en hann hafði búist við. Þær séu skýrari en fyrri myndir sem geimför hafa tekið af Júpíter og meiri smáatriði sjáist á þeim. „Það sést mikið af smáskýjum og skuggum af því sem falla á ský sem eru neðar. Þeta sést lítið frá eldri geimförum svo maður er að sjá landslag í skýjunum sums staðar sem maður sér ekki á eldri myndum. Á eldri myndum lítur lofthjúpurinn yfirleitt út eins og hann sé málaður á algerlega slétta kúlu. Þarna er þetta orðið landslag skýjanna,“ segir Björn.Áhugamenn vinna myndirnar jafnvel betur en NASA Upphaflega átti engin myndavél að vera um borð í Juno þar sem vísindamarkmið leiðangursins voru önnur. NASA ákvað hins vegar á endanum að koma fyrir ódýrri og lítilli myndavél enda vekja myndir frá geimleiðöngrum yfirleitt mesta athygli almennings. Til þess að spara fé hefur NASA nær enga starfsmenn í að vinna myndirnar. Þess í stað birtir stofnunin myndirnar hráar á netinu og hvetur áhugamenn eins og Björn til að vinna þær. „Þetta hefur borið þann árangur að það hafa verið að koma alveg jafnflottar myndir út úr þeirri vinnslu og NASA myndi gera sjálf, kannski flottari af því að áhugamennirnir sem fást við þetta ráða sínum tíma sjálfir. Ef þeir vilja eyða öllum sínum tíma í að vinna þetta almennilega þá bara gera þeir það á meðan þeir sem eru hjá NASA eru kannski bundnir yfir öðrum verkefnum,“ segir Björn.Þessa mynd af reikistjörnunni Úranusi vann Björn upp úr gamalli mynd frá Voyager 2. Myndvinnslan dró fram smáatriði í lofthjúpnum sem ekki höfðu sést á eldri myndum.NASA/JPL-Caltech/Björn JónssonGríðarlegur fjöldi hrárra mynda er birtur á vefsíðu geimfarsins og getur hver sem er nálgast þær. Því er ljóst að Björn og aðrir áhugamenn hafa úr nægum efniviði að moða á næstunni. „Það er náttúrulega bara alveg frábært. Maður er bara að vinna núna þær sem líta út fyrir að vera allra áhugaverðustu myndirnar. Svo eru aðrar sem maður skilur eftir sem maður á kannski eftir að kíkja á seinna,“ segir Björn.Í myndskeiðinu hér fyrir neðan sem Björn vann má sjá hvernig Júpíter birtist Juno þegar geimfarið flaug yfir Stóra rauða blettinn í 9.866 km hæð 11. júlí. Litirnir í myndunum eru sem næst því sem menn sæju með eigin augum. Jupiter's Great Red Spot as seen by the Juno spacecraft from Bjorn Jonsson on Vimeo.
Vísindi Tengdar fréttir Stórfenglegar myndir af rauðum bletti Júpíters Geimfarið Juno flaug fram hjá reikistjörnunni Júpíter á mánudaginn í um níu þúsund kílómetra hæð og náði einstökum myndum af Stóra rauða bletti plánetunnar. 13. júlí 2017 12:13 Útsýnisflug yfir stærsta storm sólkerfisins Mannkynið á von á fyrstu nærmyndunum af Stóra rauða blettinum, helst kennileiti reikistjörnunnar Júpíters, í næstu viku þegar geimfarið Juno flýgur beint yfir þennan stærsta storm sólkerfisins. 5. júlí 2017 22:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Stórfenglegar myndir af rauðum bletti Júpíters Geimfarið Juno flaug fram hjá reikistjörnunni Júpíter á mánudaginn í um níu þúsund kílómetra hæð og náði einstökum myndum af Stóra rauða bletti plánetunnar. 13. júlí 2017 12:13
Útsýnisflug yfir stærsta storm sólkerfisins Mannkynið á von á fyrstu nærmyndunum af Stóra rauða blettinum, helst kennileiti reikistjörnunnar Júpíters, í næstu viku þegar geimfarið Juno flýgur beint yfir þennan stærsta storm sólkerfisins. 5. júlí 2017 22:40