Þórarinn Ingi um dýfurnar: Það þarf stundum að beita brögðum í þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 17:30 Þórarinn Ingi Valdimarsson. Vísir/Stefán Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar hans í FH unnu í gær gríðarlega mikilvægan sigur í Færeyjum sem tryggði FH sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn hefur FH-liðið verið gagnrýnt fyrir leikræna tilburði. Þórarinn Ingi skoraði seinna mark FH-liðsins á lokamínútunni í 2-0 sigri en fyrra markið skoraði Steven Lennon úr víti á 78. mínútu. Bæði mörkin komu í lokin þegar Víkingur úr Götu var að fara áfram á marki sínu í 1-1 jafntefli í Kaplakrika í fyrri leiknum. Þórarinn Ingi var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni í dag og ræddi meðal annars um leikaraskap FH-inga í þessum leik í Þórshöfn í gær. „Þetta var mjög þægilegt þegar við flugum út eða bara eins og að fljúga til Akureyrar. Heimleiðin var aðeins erfiðari. Við þurfum bara að kyngja því. Þetta er ekki eins og best verður á kosið en við verðum bara að sætta okkur við þetta og vinna úr því,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson í Akraborginni en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni frá Færeyjum til Íslands. FH þurfti að fljúga fyrst til Danmerkur, í vitlausa átt, til að komast heim. „Leikurinn í gær var svipaður og fyrri leikurinn. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og biðu eftir því að beita skyndisóknum á móti okkur. Við náðum að skapa okkur helling af færum áður en við brutum ísinn. Boltinn fór ekki inn fyrr en í lokin,“ sagði Þórarinn Ingi „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við sáum það í fyrri leiknum þegar við vorum að skapa okkur færi að við áttum góða möguleika. Þeirra lið er vel skipulagt en ég tel okkur vera með betra fótboltalið,“ sagði Þórarinn Ingi. Það er búið að vera bras á FH-liðinu í sumar og sjálfstraustið því örugglega ekki eins og það hefur verið undanfarin ár. „Það hefur ekki gengið sem skildi í deildinni en þessir Evrópuleikir eru leikir sem allir vilja spila. Við lögðum mikið á okkur í fyrra til að fá að spila þessa leiki. Það var því um að gera að kúpla sig frá hinu og njóta þess að spila. Við reynum síðan að taka það jákvæða með inn í deildina,“ sagði Þórarinn Ingi. Sigurinn í gær færði knattspyrnudeild FH í kringum 70 til 80 milljónir króna. „Við vitum að það er hellingur af peningum í Meistaradeildinni og við gerðum það sem við gátum til að skila þeim heim,“ sagði Þórarinn Ingi Hjörtur spurði Þórarinn Inga út dýfur FH-inga í þessum leik. FH-ingar voru duglegir að fara niður í grasið þegar Færeyingarnir voru að ýta við þeim. „Þeir voru búnir að vera að gefa okkur olnbogakot. Við vorum ekki búnir að vera að henda okkur niður en þegar við fengum þetta víti og eitt rautt spjald fór á loft þá sáum við von um að dómarinn myndi flagga fleirum. Það átti að vera rautt spjald þegar hann slær Pétur Viðars á miðjunni. Hann dæmir á það en gefur honum bara gult sem mér finnst ótrúlegt,“ sagði Þórarinn Ingi. „Það þarf að beita brögðum stundum í þessu til að fá smá ávinning,“ sagði Þórarinn Ingi en voru þeir að fara of auðveldlega niður. „Þú græðir yfirleitt ekkert á því að standa í fæturna. Því miður. Maður græðir ekkert á því þegar eitthvað svona er gert við mann og því um að gera að láta sig falla niður og sjá hvað gerist,“ sagði Þórarinn Ingi en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar hans í FH unnu í gær gríðarlega mikilvægan sigur í Færeyjum sem tryggði FH sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn hefur FH-liðið verið gagnrýnt fyrir leikræna tilburði. Þórarinn Ingi skoraði seinna mark FH-liðsins á lokamínútunni í 2-0 sigri en fyrra markið skoraði Steven Lennon úr víti á 78. mínútu. Bæði mörkin komu í lokin þegar Víkingur úr Götu var að fara áfram á marki sínu í 1-1 jafntefli í Kaplakrika í fyrri leiknum. Þórarinn Ingi var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni í dag og ræddi meðal annars um leikaraskap FH-inga í þessum leik í Þórshöfn í gær. „Þetta var mjög þægilegt þegar við flugum út eða bara eins og að fljúga til Akureyrar. Heimleiðin var aðeins erfiðari. Við þurfum bara að kyngja því. Þetta er ekki eins og best verður á kosið en við verðum bara að sætta okkur við þetta og vinna úr því,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson í Akraborginni en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni frá Færeyjum til Íslands. FH þurfti að fljúga fyrst til Danmerkur, í vitlausa átt, til að komast heim. „Leikurinn í gær var svipaður og fyrri leikurinn. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og biðu eftir því að beita skyndisóknum á móti okkur. Við náðum að skapa okkur helling af færum áður en við brutum ísinn. Boltinn fór ekki inn fyrr en í lokin,“ sagði Þórarinn Ingi „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við sáum það í fyrri leiknum þegar við vorum að skapa okkur færi að við áttum góða möguleika. Þeirra lið er vel skipulagt en ég tel okkur vera með betra fótboltalið,“ sagði Þórarinn Ingi. Það er búið að vera bras á FH-liðinu í sumar og sjálfstraustið því örugglega ekki eins og það hefur verið undanfarin ár. „Það hefur ekki gengið sem skildi í deildinni en þessir Evrópuleikir eru leikir sem allir vilja spila. Við lögðum mikið á okkur í fyrra til að fá að spila þessa leiki. Það var því um að gera að kúpla sig frá hinu og njóta þess að spila. Við reynum síðan að taka það jákvæða með inn í deildina,“ sagði Þórarinn Ingi. Sigurinn í gær færði knattspyrnudeild FH í kringum 70 til 80 milljónir króna. „Við vitum að það er hellingur af peningum í Meistaradeildinni og við gerðum það sem við gátum til að skila þeim heim,“ sagði Þórarinn Ingi Hjörtur spurði Þórarinn Inga út dýfur FH-inga í þessum leik. FH-ingar voru duglegir að fara niður í grasið þegar Færeyingarnir voru að ýta við þeim. „Þeir voru búnir að vera að gefa okkur olnbogakot. Við vorum ekki búnir að vera að henda okkur niður en þegar við fengum þetta víti og eitt rautt spjald fór á loft þá sáum við von um að dómarinn myndi flagga fleirum. Það átti að vera rautt spjald þegar hann slær Pétur Viðars á miðjunni. Hann dæmir á það en gefur honum bara gult sem mér finnst ótrúlegt,“ sagði Þórarinn Ingi. „Það þarf að beita brögðum stundum í þessu til að fá smá ávinning,“ sagði Þórarinn Ingi en voru þeir að fara of auðveldlega niður. „Þú græðir yfirleitt ekkert á því að standa í fæturna. Því miður. Maður græðir ekkert á því þegar eitthvað svona er gert við mann og því um að gera að láta sig falla niður og sjá hvað gerist,“ sagði Þórarinn Ingi en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10