Spánn byrjaði Evrópumót kvenna í fótbolta í Hollandi með sannfærandi 2-0 sigri á nágrönnum sínum í Portúgal í fyrsta leik D-riðils.
Spænska liðið er til alls líklegt á Evrópumótinu og hafði mikla yfirburði í leiknum þótt að mörkin væru bara tvö.
Victoria Losada, leikmaður Barcelona, skoraði fyrra markið á 23. mínútu með laglegri afgreiðslu eftir frábæra sendingu frá Andrea Pereira sem spilar með Atlético Madrid.
Seinna markið skoraði Amanda Sampedro, leikmaður Atlético Madrid, með skalla rétt fyrir hálfleik. Barcelona-leikmaðurinn Mariona Caldentey átti stoðsendinguna.
Í báðum mörkunum unnu því saman leikmenn frá Barcelona og Atlético Madrid.
Spænska liðið átti sautján skot í leiknum á mótinu aðeins einu og var með boltann 76 prósent af leiktímanum. 89 prósent sendinga spænska liðsins heppnuðust. Samkvæmt tölfræði UEFA þá átti spæsnska liðið 56 hættulegar sóknir í leiknum en Portúgal aðeins átta.
England og Skotland mætast í seinni leik dagsins í dag en þessi lið eru einnig í D-riðlinum með Spáni og Portúgal.
Spænsku stelpurnar miklu betri í uppgjöri liðanna frá Íberíuskaganum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn






Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn