Guðlaugur Victor Pálsson er á leiðinni til FC Zürich í Sviss samkvæmt heimildum 433.is.
Miðjumaðurinn hefur verið á mála hjá danska liðinu Esbjerg, en liðið féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Guðlaugur Victor var fyrirliði liðsins síðasta tímabil, en vildi yfirgefa herbúðir félagsins eftir fallið.
Guðlaugur Victor er 26 ára gamall og hefur komið við sögu í sex leikjum með íslenska A-landsliðinu.
Hann hefur verið hjá Esbjerg síðan 2015 þegar hann kom frá Helsingborg í Svíðþjóð. Árin 2009-11 var Guðlaugur Victor á mála hjá enska stórliðinu Liverpool og var fyrirliði varaliðs félagsins, en náði ekki að skapa sér sæti í aðalliðinu.
Guðlaugur Victor á leiðinni til Sviss

Tengdar fréttir

Guðlaugur Victor eftirsóttur víða um Evrópu
Fyrirliði Esbjerg er mjög líklega á leið frá liðinu eftir að tímabilinu lýkur.

Guðlaugur Victor valinn leikmaður tímabilsins hjá Esbjerg
Miðjumaðurinn var valinn besti leikmaður vallarins eftir 1-1 jafntefli gegn Horsens í gær en á sama tíma var tilkynnt að hann hefði verið valinn besti leikmaður tímabilsins hjá félaginu.

Victor og félagar byrja nýtt ár með sigri
Esjberg vann sterkan heimasigur á SönderjysKE í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.