Stelpur sem hata á sér píkuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2017 07:00 Hún vakti nokkra athygli í vikunni, umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita nú í auknum mæli til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki útlit kynfæra sinna. Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun. Stelpur eru sumar svo óánægðar með líkamspart, sem er ekki einu sinni sjáanlegur utan á þeim, að þær fara og láta skera í hann. Svo hann sé líkari sléttri og symmetrískri klámfyrirmyndinni, sem er ekki einu sinni presenteruð fyrir stelpurnar sjálfar, heldur er hún fjöldaframleidd fyrir stráka. Ógeðslega ergilegt. En hún þykir líka einhvern veginn ekkert tiltökumál, þessi firnasterka haturstenging sem konur hafa við líkama sinn. Það er ekki sjokkerandi að heyra konu segja að hún hati á sér lærin. Eða að hún þoli ekki á sér nefið. Eða að brjóstin verði aldrei söm eftir að börnin fæddust. Og hún hatar þessi brjóst, „guð, ég hata á mér brjóstin,” segir hún við vinkonur sínar og þær sýna henni skilning vegna þess að þær hata líka eitthvað í sér. Það liggur náttúrulega beint við að hata þegar birtingarmyndir kvenlíkamans eru einhvers konar fantasíu-sápukúluútgáfur af honum. Þegar maður hefur enga píku til samanburðar við sína eigin nema nákvæmlega þessa einu sem klámmyndaframleiðendur halda að strákar vilji sjá. Þess vegna er svo mikilvægt að krefja samfélagið um alls konar birtingarmyndir. Svo við getum áttað okkur á því að við erum ekki frávik. Svo við getum hætt að hata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Hún vakti nokkra athygli í vikunni, umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita nú í auknum mæli til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki útlit kynfæra sinna. Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun. Stelpur eru sumar svo óánægðar með líkamspart, sem er ekki einu sinni sjáanlegur utan á þeim, að þær fara og láta skera í hann. Svo hann sé líkari sléttri og symmetrískri klámfyrirmyndinni, sem er ekki einu sinni presenteruð fyrir stelpurnar sjálfar, heldur er hún fjöldaframleidd fyrir stráka. Ógeðslega ergilegt. En hún þykir líka einhvern veginn ekkert tiltökumál, þessi firnasterka haturstenging sem konur hafa við líkama sinn. Það er ekki sjokkerandi að heyra konu segja að hún hati á sér lærin. Eða að hún þoli ekki á sér nefið. Eða að brjóstin verði aldrei söm eftir að börnin fæddust. Og hún hatar þessi brjóst, „guð, ég hata á mér brjóstin,” segir hún við vinkonur sínar og þær sýna henni skilning vegna þess að þær hata líka eitthvað í sér. Það liggur náttúrulega beint við að hata þegar birtingarmyndir kvenlíkamans eru einhvers konar fantasíu-sápukúluútgáfur af honum. Þegar maður hefur enga píku til samanburðar við sína eigin nema nákvæmlega þessa einu sem klámmyndaframleiðendur halda að strákar vilji sjá. Þess vegna er svo mikilvægt að krefja samfélagið um alls konar birtingarmyndir. Svo við getum áttað okkur á því að við erum ekki frávik. Svo við getum hætt að hata.