Gerbreyttur nýr A-Class Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2017 08:58 Flottur nýr Mercedes Benz A-Class. Mercedes Benz vinnur nú að smíði nýrrar kynslóðar minnsta fólksbíls fyrirtækisins, A-Class. Búist er við því að Benz frumsýni bílinn á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann komi á markað skömmu síðar. Bíllinn verður bæði framleiddur í stallbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll og sú útgáfa hans verður gerbreytt í útliti frá fyrri gerðum A-Class. Sú útfærsla bílsins mun fara í sölu í Bandaríkjunum, en Mercedes Benz hefur aldrei selt A-Class þar áður, ekki síst vegna þess að smáir bílar með stallbakslagi hafi ekki átt upp á pallborðið hjá bandarískum kaupendum. Annað gæti átt við A-Class með hefðbundnu skotti og Mercedes Benz ætlar þeim bíl að draga marga nýja kaupendur að Benz bílamerkinu og líklega verður hann seldur á ekki mikið meira en 30.000 dollara vestanhafs, eða rétt ríflega 3 milljónir króna. Nýr A-Class verður smíðaur á MFA undirvagninum sem einnig er að finna undir CLA, GLA og B-Class bílunum. A-Class verður áfram í boði í AMG-kraftaútfærslum og AMG A40 og AMG A45 bílar verða líklega 340 og yfir 400 hestöfl og því rammir af afli fyrir svo smáan bíl. Grunnútfærslur A-Class verða í boði með 1,6 lítra bensínsvél og 1,5 lítra dísilvél, en þó báðum endurbættum og bæði öflugri en fyrr, sem og sparsamari á eldsneytið. Í boði verður 6 gíra beinskipting og tveggja kúplinga sjálfskiptingar, 7 til 9 gíra. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent
Mercedes Benz vinnur nú að smíði nýrrar kynslóðar minnsta fólksbíls fyrirtækisins, A-Class. Búist er við því að Benz frumsýni bílinn á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann komi á markað skömmu síðar. Bíllinn verður bæði framleiddur í stallbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll og sú útgáfa hans verður gerbreytt í útliti frá fyrri gerðum A-Class. Sú útfærsla bílsins mun fara í sölu í Bandaríkjunum, en Mercedes Benz hefur aldrei selt A-Class þar áður, ekki síst vegna þess að smáir bílar með stallbakslagi hafi ekki átt upp á pallborðið hjá bandarískum kaupendum. Annað gæti átt við A-Class með hefðbundnu skotti og Mercedes Benz ætlar þeim bíl að draga marga nýja kaupendur að Benz bílamerkinu og líklega verður hann seldur á ekki mikið meira en 30.000 dollara vestanhafs, eða rétt ríflega 3 milljónir króna. Nýr A-Class verður smíðaur á MFA undirvagninum sem einnig er að finna undir CLA, GLA og B-Class bílunum. A-Class verður áfram í boði í AMG-kraftaútfærslum og AMG A40 og AMG A45 bílar verða líklega 340 og yfir 400 hestöfl og því rammir af afli fyrir svo smáan bíl. Grunnútfærslur A-Class verða í boði með 1,6 lítra bensínsvél og 1,5 lítra dísilvél, en þó báðum endurbættum og bæði öflugri en fyrr, sem og sparsamari á eldsneytið. Í boði verður 6 gíra beinskipting og tveggja kúplinga sjálfskiptingar, 7 til 9 gíra.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent