Lífið

Feðgar á ferð: Trommusnillingur á níræðisaldri á Hvolsvelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dieter hefur búið hér í 19 ár.
Dieter hefur búið hér í 19 ár.
Feðgarnir Magnús Hlynur Hreiðarsson og Fannar Freyr Magnússon eru með þættina Feðgar á ferð á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum.

Í síðasta þætti heimsóttu þeir Þjóðverjann Dieter Weichsler á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann er 81 árs trommari sem er að gera góða hluti á Suðurlandinu.

Dieter hefur lært á trommu í átta ár í tónlistarskólanum, fyrst hjá Stefáni Þórhallssyni, trommukennara frá Hveragerði, og nú hjá Skúla Gíslasyni sem er Selfyssingur og fyrrverandi nemandi Stefáns.

Dieter hefur búið í 19 ár á Íslandi og kann hann vel við landið og ekki síst að búa á Hvolsvelli þar sem fer vel um hann á Kirkjuhvoli, hjúkrunar og dvalarheimilinu á staðanum. Hann er ótrúlega ern og vel á sig kominn enda fer hann allar sínar leiðir gangandi í þorpinu.

Dierter er garðyrkjumaður að mennt og lætur þar með ekki sitt eftir liggja þegar það þarf að hreinsa beðin við Kirkjuhvol eða á opnum svæðum á Hvolsvelli, alltaf er Diter mættur og vinnur sín störf í sjálfboðavinnu.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt innslag úr síðasta þætti af Feðgar á ferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.