Ítalir æfir út í Nigellu Lawson vegna carbonara-uppskriftar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2017 16:15 Nigella Lawson setur rjóma og hvítvín út carbonarað sitt en Ítalir eru ósáttir við það tvist sjónvarpskokksins geðþekka. Ítalir eru allt annað en sáttir við breska stjörnukokkinn Nigellu Lawson ef marka má athugasemdirnar við færslu á Facebook-síðu hennar þar sem hún deilir uppskrift sinni að hinum klassíska ítalska rétt spaghettí carbonara. Í uppskriftinni, sem finna má á heimasíðu Nigellu, er að finna rjóma og hvítvín en Ítalirnir eru ekki par hrifnir af því og láta kokkinn heyra það í athugasemdakerfinu. Fjallað er um málið á vef The Telegraph en þar kemur fram að í henni klassísku ítölsku uppskrift að spaghettí carbonara er hvorki að finna rjóma né hvítvín heldur aðeins spaghettí, pancetta (ítalskt beikon), ólífuolíu, eggjarauður, parmesan-ostur og svartur pipar. Einn af þeim sem er ósáttur við Nigellu segir í athugasemd til hennar: „Nigella, þú ert frábær kona en uppskriftirnar þínar eru dauði ítalskra uppskrifta, bókstaflega! Engan rjóma í carbonara, aldrei, bara egg.“ Þá er einn aðdáandi kokksins leiður yfir því að Nigella hafi ekki fylgt klassísku ítölsku uppskriftinni: „Þetta er ekki carbonara. Að nota nafn á vel þekktri uppskrift, aðlaga upprunalegu hráefnin að sínum smekk og bæta öðrum við er ruglandi og gefur rangar væntingar um bragð. Já, við tökum matinn okkar alvarlega.“ Annar sagði Nigellu að þetta væri hennar eigin uppskrift, ekki uppskrift að carbonara, og þá sagði einn að rjómi í carbonara væri „svívirðing við ítalska matargerð.“ Bretland Ítalía Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Ítalir eru allt annað en sáttir við breska stjörnukokkinn Nigellu Lawson ef marka má athugasemdirnar við færslu á Facebook-síðu hennar þar sem hún deilir uppskrift sinni að hinum klassíska ítalska rétt spaghettí carbonara. Í uppskriftinni, sem finna má á heimasíðu Nigellu, er að finna rjóma og hvítvín en Ítalirnir eru ekki par hrifnir af því og láta kokkinn heyra það í athugasemdakerfinu. Fjallað er um málið á vef The Telegraph en þar kemur fram að í henni klassísku ítölsku uppskrift að spaghettí carbonara er hvorki að finna rjóma né hvítvín heldur aðeins spaghettí, pancetta (ítalskt beikon), ólífuolíu, eggjarauður, parmesan-ostur og svartur pipar. Einn af þeim sem er ósáttur við Nigellu segir í athugasemd til hennar: „Nigella, þú ert frábær kona en uppskriftirnar þínar eru dauði ítalskra uppskrifta, bókstaflega! Engan rjóma í carbonara, aldrei, bara egg.“ Þá er einn aðdáandi kokksins leiður yfir því að Nigella hafi ekki fylgt klassísku ítölsku uppskriftinni: „Þetta er ekki carbonara. Að nota nafn á vel þekktri uppskrift, aðlaga upprunalegu hráefnin að sínum smekk og bæta öðrum við er ruglandi og gefur rangar væntingar um bragð. Já, við tökum matinn okkar alvarlega.“ Annar sagði Nigellu að þetta væri hennar eigin uppskrift, ekki uppskrift að carbonara, og þá sagði einn að rjómi í carbonara væri „svívirðing við ítalska matargerð.“
Bretland Ítalía Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira