Trump og Pútín mætast í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 07:34 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu eiga sinn fyrsta fund í Hamborg í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59
G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40