Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2017 18:48 Trump og Pútín lýstu báðir ánægju sinni með að hittast í persónu í Hamborg í dag. Vísir/AFP Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“ Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“
Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent