Harden fær 228 milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila með Houston næstu sex árin, jafnvirði 23,7 milljarða króna, sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi.
Gamla metið var aðeins nokkurra daga gamalt en Stephen Curry var nýbúinn að semja við Golden State Warriors fyrir 201 milljón dollara.
Harden á enn tvö ár eftir af gamla samningi sínum sem mun tryggja honum 59 milljónir dollara í tekjur. Þá tekur nýi samningurinn við og gildir hann til 2023.
Harden mun fá meira en hálfa milljón dollara fyrir hvern leik sem hann spilar síðasta samningsárið sitt.
$570,732: PER GAME salary of James Harden in the 2022-23 season.
— Darren Rovell (@darrenrovell) July 8, 2017