Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 19:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti sneri aftur til Bandaríkjanna í morgun. Vísir/afp Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan. Donald Trump Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan.
Donald Trump Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira