Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri. Vísir/EPA Donald Trump yngri var lofað að honum yrði látið í té skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata, þegar hann hitti rússneskan lögfræðing, samkvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times sem fékk upplýsingar sínar frá þremur hátt settum embættismönnum Hvíta hússins.Vísir greindi frá því í dag að sonur forsetans hefði hitt Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump í New York í júní 2016, rétt eftir að faðir hans hlaut tilnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Fundinn sátu einnig Jared Kushner, tengdasonur Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump. Forsetinn sjálfur hefur svarið af sér að hafa sjálfur verið viðstaddur fundinn. Í tilkynningu frá Trump yngri sagði hann að hann hefði einungis lögfræðinginn til þess að ræða ættleiðingastefnu Rússlands en Rússar ákváðu árið 2012 að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn umræddum ættleiðingarlögum. Í umfjöllun New York Times kemur fram að sonur forsetans hafi sjálfur tjáð sig um fundinn með lögfræðingnum með viðkomandi hætti:Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum. Adam Schiff, leiðtogi rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer með rannsókn málsins, sagði í dag að nefndin væri reiðubúin til þess að kalla þá Trump yngri, Kushner og Manafort fram fyrir nefndina til þess að fá frekari upplýsingar um efni fundarins. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Donald Trump yngri var lofað að honum yrði látið í té skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata, þegar hann hitti rússneskan lögfræðing, samkvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times sem fékk upplýsingar sínar frá þremur hátt settum embættismönnum Hvíta hússins.Vísir greindi frá því í dag að sonur forsetans hefði hitt Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump í New York í júní 2016, rétt eftir að faðir hans hlaut tilnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Fundinn sátu einnig Jared Kushner, tengdasonur Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump. Forsetinn sjálfur hefur svarið af sér að hafa sjálfur verið viðstaddur fundinn. Í tilkynningu frá Trump yngri sagði hann að hann hefði einungis lögfræðinginn til þess að ræða ættleiðingastefnu Rússlands en Rússar ákváðu árið 2012 að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn umræddum ættleiðingarlögum. Í umfjöllun New York Times kemur fram að sonur forsetans hafi sjálfur tjáð sig um fundinn með lögfræðingnum með viðkomandi hætti:Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum. Adam Schiff, leiðtogi rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer með rannsókn málsins, sagði í dag að nefndin væri reiðubúin til þess að kalla þá Trump yngri, Kushner og Manafort fram fyrir nefndina til þess að fá frekari upplýsingar um efni fundarins.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46