Íslenska fyrir útlendinga orðin ein vinsælasta greinin innan HÍ Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júní 2017 06:00 Nærri 7.300 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2017-2018. vísir/gva Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira