Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júní 2017 05:00 Sonur Guðrúnar er hættur í skólanum. vísir/vilhelm „Ég upplifi að þessi atvik hafi verið þögguð niður og það hafi verið gert lítið úr þeim – nema kannski núna, þegar málið ratar í fjölmiðla. Það setur pressu á skólann,“ segir Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir barns í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni skólans hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjögur börn í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barn ofbeldi, en hlutur starfsmannsins er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Að sögn Guðrúnar Lilju hefur sonur hennar orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hálfu þriggja starfsmanna skólans, tveggja fyrrverandi starfsmanna og starfsmanns sem nú hefur verið vikið tímabundið frá störfum. Drengurinn hefur stundað nám við skólann í þrjú ár. Guðrún Lilja lýsir í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í kennsluborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Í eitt sinn var hann rifinn upp á handleggnum af kennara, þar sem börnin voru í jógatíma að fíflast. Við vissum ekki af þessu fyrr en að við settum barnið í bað og sáum að hann var marinn og aumur. Það stórsá á honum. Þegar við ræddum það varð hann skömmustulegur og tók alla ábyrgðina. Sagðist hafa látið eins og kjáni og að þetta væri allt honum sjálfum að kenna.“ Þá hafi Guðrún og eiginkona hennar fyrst leitað til skólastjóra, annars en þess sem nú hefur verið vikið frá störfum, vegna ofbeldis í garð sonar hennar. Lítið hafi verið gert úr atvikinu. Guðrún Lilja gagnrýnir að skólinn hafi enga ábyrgð tekið á atvikinu og ekki boðið barninu viðeigandi aðstoð. Annar starfsmaður skólans, sem vinnur þar ekki lengur, hafi líka verið harkalegur í framkomu við son Guðrúnar. „Hann tók utan um andlit hans, með vísifingri og þumli, og kleip hann. Barnið mitt var óstjórnlega hrætt við þann starfsmann. Honum leið illa í skólanum og harðneitaði að fara, sem er ekki vaninn, því honum finnst gaman í skólanum og að hitta vini sína. Ég er að gera mér grein fyrir því að kvíðinn sem hann var að upplifa voru afleiðingar af ofbeldinu. Þegar þetta mál kom upp leituðum við til skólastjóra, þess sem nú hefur verið vikið frá störfum, sögðum að eitthvað yrði að breytast. Sá starfsmaður var síðar látinn fara, en það var nokkru eftir að við kvörtuðum.“Sonurinn hætti að mæta í skólann „Ég er búin að vera að átta mig á því hvað er búið að vera í gangi. Barnið mitt, sem er bæði eðlilegt og heilbrigt, var rosalega óhamingjusamt og harðneitaði að fara í skólann á tímabili. Strákur sem hefur yfirleitt verið lífsglaður og hamingjusamur. Við skildum ekki af hverju vanlíðanin stafaði, en núna finnst mér fáránlegt að hafa ekki brugðist við og tilkynnt um málið fyrr,“ segir Guðrún Lilja. „Við vissum ekki af því atviki fyrr en önnur móðir barns í skólanum, sem einnig hefur tilkynnt til Barnaverndar, hringdi í okkur því að hennar barn hafði lent í ofbeldi af hálfu sama starfsmanns. Sú sagði okkur frá öllu saman. Þegar ég ræddi þetta við son minn gerði hann lítið úr þessu, lýsti því að hafa horft upp á miklu alvarlegri atvik sem önnur börn hefðu orðið fyrir,“ segir Guðrún, en hún og eiginkona hennar hafa nú tekið þrjú börn sín úr skólum og leikskólum á vegum Hjallastefnunnar. Samkvæmt heimildum er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barn ofbeldi, en hlutur starfsmannsins er stærri. Hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið hefði strax frá upphafi verið litið alvarlegum augum. Skólinn hefði fengið óháðan aðila, sálfræðing, til að kanna málið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Ég upplifi að þessi atvik hafi verið þögguð niður og það hafi verið gert lítið úr þeim – nema kannski núna, þegar málið ratar í fjölmiðla. Það setur pressu á skólann,“ segir Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir barns í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni skólans hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjögur börn í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barn ofbeldi, en hlutur starfsmannsins er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Að sögn Guðrúnar Lilju hefur sonur hennar orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hálfu þriggja starfsmanna skólans, tveggja fyrrverandi starfsmanna og starfsmanns sem nú hefur verið vikið tímabundið frá störfum. Drengurinn hefur stundað nám við skólann í þrjú ár. Guðrún Lilja lýsir í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í kennsluborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Í eitt sinn var hann rifinn upp á handleggnum af kennara, þar sem börnin voru í jógatíma að fíflast. Við vissum ekki af þessu fyrr en að við settum barnið í bað og sáum að hann var marinn og aumur. Það stórsá á honum. Þegar við ræddum það varð hann skömmustulegur og tók alla ábyrgðina. Sagðist hafa látið eins og kjáni og að þetta væri allt honum sjálfum að kenna.“ Þá hafi Guðrún og eiginkona hennar fyrst leitað til skólastjóra, annars en þess sem nú hefur verið vikið frá störfum, vegna ofbeldis í garð sonar hennar. Lítið hafi verið gert úr atvikinu. Guðrún Lilja gagnrýnir að skólinn hafi enga ábyrgð tekið á atvikinu og ekki boðið barninu viðeigandi aðstoð. Annar starfsmaður skólans, sem vinnur þar ekki lengur, hafi líka verið harkalegur í framkomu við son Guðrúnar. „Hann tók utan um andlit hans, með vísifingri og þumli, og kleip hann. Barnið mitt var óstjórnlega hrætt við þann starfsmann. Honum leið illa í skólanum og harðneitaði að fara, sem er ekki vaninn, því honum finnst gaman í skólanum og að hitta vini sína. Ég er að gera mér grein fyrir því að kvíðinn sem hann var að upplifa voru afleiðingar af ofbeldinu. Þegar þetta mál kom upp leituðum við til skólastjóra, þess sem nú hefur verið vikið frá störfum, sögðum að eitthvað yrði að breytast. Sá starfsmaður var síðar látinn fara, en það var nokkru eftir að við kvörtuðum.“Sonurinn hætti að mæta í skólann „Ég er búin að vera að átta mig á því hvað er búið að vera í gangi. Barnið mitt, sem er bæði eðlilegt og heilbrigt, var rosalega óhamingjusamt og harðneitaði að fara í skólann á tímabili. Strákur sem hefur yfirleitt verið lífsglaður og hamingjusamur. Við skildum ekki af hverju vanlíðanin stafaði, en núna finnst mér fáránlegt að hafa ekki brugðist við og tilkynnt um málið fyrr,“ segir Guðrún Lilja. „Við vissum ekki af því atviki fyrr en önnur móðir barns í skólanum, sem einnig hefur tilkynnt til Barnaverndar, hringdi í okkur því að hennar barn hafði lent í ofbeldi af hálfu sama starfsmanns. Sú sagði okkur frá öllu saman. Þegar ég ræddi þetta við son minn gerði hann lítið úr þessu, lýsti því að hafa horft upp á miklu alvarlegri atvik sem önnur börn hefðu orðið fyrir,“ segir Guðrún, en hún og eiginkona hennar hafa nú tekið þrjú börn sín úr skólum og leikskólum á vegum Hjallastefnunnar. Samkvæmt heimildum er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barn ofbeldi, en hlutur starfsmannsins er stærri. Hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið hefði strax frá upphafi verið litið alvarlegum augum. Skólinn hefði fengið óháðan aðila, sálfræðing, til að kanna málið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30