Faraldur krílanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2017 07:00 Það er skelfilega langvinn og harðsvíruð pest að ganga. Hún leggst bara á stelpur og nú virðist hún enn fremur bara leggjast á stelpur í mínu nærumhverfi. Stelpur á mínum aldri. Vinkonur mínar algjörlega stráfalla. Á hverjum gefnum tímapunkti er bara ein spurning sem gildir: Hver er næst? Þær eru sko allar óléttar, jafnöldrur mínar. Það geisar faraldur. Það er verið að smita þær með börnum. Og maður einhvern veginn getur ekki blikkað augunum eða tekið sopa af kaffinu sínu eða lækað fyrstu sónarmynd á Instagram fyrr en önnur opinberun er komin á snjallmiðlana. „Lítið kríli á leiðinni í október! Við erum í skýjunum!“ Það gildir nefnilega vandlega kóreógraferuð tilkynningarskylda. Bleikum og fínlega prjónuðum, örsmáum skóm tyllt ofan á hvítan blúndudúk. Samfella sem enginn hefur enn þá farið í og á stendur „Pabbi minn er STERKARI en pabbi ÞINN.“ Og meðfylgjandi er enn ein svarthvíta myndin af leginu í stelpu sem var með manni í 10. bekk í Hagaskóla og maður sér móta fyrir kunnuglegum, móðukenndum molanum. Eins og baun. Það er sko kríli á leiðinni. Hið alversta er að það er ekki lengur sjokkerandi að Telma, jafnaldra mín á myndlistarnámskeiðinu sumarið 2005 sem boraði alltaf svo mikið í nefið, ætlar að eignast barn eftir þrjá mánuði. Telma er allt í einu orðin passlega gömul. Sannleikurinn er þess vegna sá að ég, Kristín Ólafsdóttir, er líka komin á barneignaraldur. Og það er óhugnanlegt. Eða kannski er ég bara bitur yfir því að enginn hefur enn viljað eignast kríli með mér. Kannski. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Það er skelfilega langvinn og harðsvíruð pest að ganga. Hún leggst bara á stelpur og nú virðist hún enn fremur bara leggjast á stelpur í mínu nærumhverfi. Stelpur á mínum aldri. Vinkonur mínar algjörlega stráfalla. Á hverjum gefnum tímapunkti er bara ein spurning sem gildir: Hver er næst? Þær eru sko allar óléttar, jafnöldrur mínar. Það geisar faraldur. Það er verið að smita þær með börnum. Og maður einhvern veginn getur ekki blikkað augunum eða tekið sopa af kaffinu sínu eða lækað fyrstu sónarmynd á Instagram fyrr en önnur opinberun er komin á snjallmiðlana. „Lítið kríli á leiðinni í október! Við erum í skýjunum!“ Það gildir nefnilega vandlega kóreógraferuð tilkynningarskylda. Bleikum og fínlega prjónuðum, örsmáum skóm tyllt ofan á hvítan blúndudúk. Samfella sem enginn hefur enn þá farið í og á stendur „Pabbi minn er STERKARI en pabbi ÞINN.“ Og meðfylgjandi er enn ein svarthvíta myndin af leginu í stelpu sem var með manni í 10. bekk í Hagaskóla og maður sér móta fyrir kunnuglegum, móðukenndum molanum. Eins og baun. Það er sko kríli á leiðinni. Hið alversta er að það er ekki lengur sjokkerandi að Telma, jafnaldra mín á myndlistarnámskeiðinu sumarið 2005 sem boraði alltaf svo mikið í nefið, ætlar að eignast barn eftir þrjá mánuði. Telma er allt í einu orðin passlega gömul. Sannleikurinn er þess vegna sá að ég, Kristín Ólafsdóttir, er líka komin á barneignaraldur. Og það er óhugnanlegt. Eða kannski er ég bara bitur yfir því að enginn hefur enn viljað eignast kríli með mér. Kannski. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun