Bandaríkjaher staðfesti í dag að Turki al-Binali, háttsettur trúarleiðtogi og hugmyndafræðingur hryðjuverkasamtakanna ISIS, hafi verið drepinn í loftárás í sýrlenska bænum Mayadeen, nærri íröksku landamærunum, þann 31. maí.
Liðsmenn ISIS höfðu áður greint frá falli al-Binali, en bandaríski herinn staðfesti fréttirnar fyrst í dag.
Turki al-Binali var frá Barein og sá sem réttlætti það með vísun í trúna að þúsundum jasídísksra kvenna hafi verið haldið föngnum sem kynlífsþrælar. Þá átti hann einnig mikinn þátt í að breiða út starfsemi ISIS til Líbíu á norðurströnd Afríku.
Staðfesta að háttsettur liðsmaður ISIS hafi látið lífið
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent



ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent


