Rapparinn spókaði sig um í Laugardalnum í fatnaði frá 66°Norður og er hann greinilega hrifinn af íslenskri hönnun. Hann var í raun eins og gangandi auglýsing fyrir íslenska fatamerkið.
Big Sean var klæddur í buxunum Hvannadalshnjúkur, mittistösku og trefil frá 66°Norður.
Big Sean er sjóðheitur um þessar mundir en hann hefur gert það gríðarlega gott með lögum eins og Bounce Back og Sacrifixes.
Big Sean deildi nokkrum myndum af sér í fatnaðinum á instagram en hann er með yfir 8,7 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum.