Gert er ráð fyrir því að geimskotið hefjist um klukkan 20:25 að íslenskum tíma. Takist ekki að skjóta flauginni á loft verður gerð önnur tilraun annað kvöld klukkan 20:19.
Markmið skotsins er að koma 10 gervihnöttum á sporbaug um jörðina fyrir fjarskiptafyrirtækið Iridium. Þetta er önnur ferðin sem SpaceX fer fyrir fyrirtækið en alls mun það flytja um 75 gervihnetti fyrir Iridium.
Beina útsendingu frá skotinu má sjá hér að neðan. Útsendingin hefst um fimmtán mínútum fyrir flugtak.