Fetar í fótspor Grace Kelly og Danny Devito Guðný Hrönn skrifar 26. júní 2017 10:00 Auður fékk sömu verðlaun og Grace Kelly og Danny Devito fengu á sínum tíma. Leikkonan Auður Finnbogadóttir hlaut heiðursverðlaun þegar hún útskrifaðist úr leiklistaskóla í LA. Verðlaunin eru þau sömu sem Grace Kelly, Danny Devito og fleiri hafa hlotið. Auður er afar ánægð með árangurinn enda þurfti hún að hafa mikið fyrir því að komast inn í leiklistarnám. Auður útskrifast nýverið úr The American Academy of Dramatic Arts sem er einn virtasti leiklistarskóli Bandaríkjanna. Hún fór í gegnum námið með glans og hlaut meira að segja heiðursverðlaun útskriftarnema sem besta leikkonan en virtir leikarar á borð við Danny Devito, Robert Redford, Spencer Tracy, Grace Kelly, Lauren Bacall og Kirk Douglas hlutu sams konar verðlaun á sínum tíma þegar þau útskrifuðust. Auður er himinlifandi með viðurkenninguna sem hún fékk þegar henni voru veitt heiðursverðlaunin í útskriftinni. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir mig. Það eru svo ótrúlega margir flottir leikarar í árganginum,“ segir Auður sem fékk verðlaunin afhent í Dolby Theatre í Hollywood, þar sem Óskarsverðlaunahátíðin er haldin. „Ég var búin að vera ótrúlega spennt að fara þangað inn. Að hugsa sér allt fólkið sem hefur verið þarna og allt sem hefur átt sér stað. Það var frábær orka í húsinu og allir voru svo spenntir og glaðir.“Fékk oft „nei“ áður en hún fékk „já“ Auður er í himinlifandi en leiðin að leiklistarferlinum hefur ekki alltaf verið dans á rósum. „Eftir að hafa fengið endurtekin „nei“ frá öllum skólunum sem ég sótti um í fékk ég loksins þrjú „já“ í röð, svo ég endaði með að geta valið mér skóla. Það voru margar ástæður fyrir því ég valdi AADA. Fyrir utan það að allt sem kemur frá skólanum er rosalega flott og fagmannlegt og margir frægir leikarar hafa útskrifast úr skólanum, var aðalástæðan samt sú að starfsmenn skólans létu mér líða rosalega vel. Svo fannst mér ekki verra að meðalhitinn yfir árið í Los Angeles er 18°C,“ segir Auður sem flutti út í ágúst árið 2015.Það er mikið að gera hjá Auðu þessa stundina, hér má sjá hana í tökum á stuttmyndinni The Art of Drowning.Auður segir að lífið sem hún lifir úti sé frekar ólíkt því sem var á Íslandi og góða veðrið spilar þar stóran part. „Það besta er að það er sól og blíða á hverjum morgni sem gerir góða hluti fyrir geðheilsuna. Mér finnst ég stundum vera í endalausu sumarfríi. En svo ef mig langar í snjó þá get ég keyrt í tvær klukkustundir upp í fjöllin. Svo er ekki verra að hér er allt töluvert ódýrara og fullt af vegan veitingastöðum. Ég virði það að menningin er öðruvísi hérna en ég sakna framsækninnar í réttlætismálum heima á Íslandi. Hér hef ég lent í óteljandi rökræðum um jafnrétti, meira að segja við kennara mína. Ég sakna svo auðvitað fjölskyldu og vina heima en ég á líka stóra leiklistarfjölskyldu hérna. Tæknin er líka orðin svo frábær að ég get alltaf hringt í mömmu ef mig vantar ráð,“ segir Auður sem kveðst í dag kunna vel að meta að hafa alist að mestu upp á Íslandi. Spurð út í hvað taki við eftir útskrift segist Auður vera á fullu við að útbúa ferilskrá, gera kynningarmyndbönd, búa til heimasíðu og skrá sig á leikaravefsíður. „Og svo taka við prufur, prufur og prufur. Annars er ég líka að bíða eftir nokkrum stuttmyndum sem ég lék í, sem svo vonandi komast inn á góðar kvikmyndahátíðir,“ segir Auður glöð í bragði. „Ég vil helst vera þar sem flest tækifæri bjóðast. Eins og er þá er það hér í LA, en ef gott tækifæri býðst frá Íslandi myndi ég ekki hika við að taka því. Svo lengi sem ég er vinnandi leikkona þá finnst mér ekki erfitt að rífa upp ræturnar ef það þarf,“ útskýrir Auður sem er greinilega opin fyrir öllu. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira
Leikkonan Auður Finnbogadóttir hlaut heiðursverðlaun þegar hún útskrifaðist úr leiklistaskóla í LA. Verðlaunin eru þau sömu sem Grace Kelly, Danny Devito og fleiri hafa hlotið. Auður er afar ánægð með árangurinn enda þurfti hún að hafa mikið fyrir því að komast inn í leiklistarnám. Auður útskrifast nýverið úr The American Academy of Dramatic Arts sem er einn virtasti leiklistarskóli Bandaríkjanna. Hún fór í gegnum námið með glans og hlaut meira að segja heiðursverðlaun útskriftarnema sem besta leikkonan en virtir leikarar á borð við Danny Devito, Robert Redford, Spencer Tracy, Grace Kelly, Lauren Bacall og Kirk Douglas hlutu sams konar verðlaun á sínum tíma þegar þau útskrifuðust. Auður er himinlifandi með viðurkenninguna sem hún fékk þegar henni voru veitt heiðursverðlaunin í útskriftinni. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir mig. Það eru svo ótrúlega margir flottir leikarar í árganginum,“ segir Auður sem fékk verðlaunin afhent í Dolby Theatre í Hollywood, þar sem Óskarsverðlaunahátíðin er haldin. „Ég var búin að vera ótrúlega spennt að fara þangað inn. Að hugsa sér allt fólkið sem hefur verið þarna og allt sem hefur átt sér stað. Það var frábær orka í húsinu og allir voru svo spenntir og glaðir.“Fékk oft „nei“ áður en hún fékk „já“ Auður er í himinlifandi en leiðin að leiklistarferlinum hefur ekki alltaf verið dans á rósum. „Eftir að hafa fengið endurtekin „nei“ frá öllum skólunum sem ég sótti um í fékk ég loksins þrjú „já“ í röð, svo ég endaði með að geta valið mér skóla. Það voru margar ástæður fyrir því ég valdi AADA. Fyrir utan það að allt sem kemur frá skólanum er rosalega flott og fagmannlegt og margir frægir leikarar hafa útskrifast úr skólanum, var aðalástæðan samt sú að starfsmenn skólans létu mér líða rosalega vel. Svo fannst mér ekki verra að meðalhitinn yfir árið í Los Angeles er 18°C,“ segir Auður sem flutti út í ágúst árið 2015.Það er mikið að gera hjá Auðu þessa stundina, hér má sjá hana í tökum á stuttmyndinni The Art of Drowning.Auður segir að lífið sem hún lifir úti sé frekar ólíkt því sem var á Íslandi og góða veðrið spilar þar stóran part. „Það besta er að það er sól og blíða á hverjum morgni sem gerir góða hluti fyrir geðheilsuna. Mér finnst ég stundum vera í endalausu sumarfríi. En svo ef mig langar í snjó þá get ég keyrt í tvær klukkustundir upp í fjöllin. Svo er ekki verra að hér er allt töluvert ódýrara og fullt af vegan veitingastöðum. Ég virði það að menningin er öðruvísi hérna en ég sakna framsækninnar í réttlætismálum heima á Íslandi. Hér hef ég lent í óteljandi rökræðum um jafnrétti, meira að segja við kennara mína. Ég sakna svo auðvitað fjölskyldu og vina heima en ég á líka stóra leiklistarfjölskyldu hérna. Tæknin er líka orðin svo frábær að ég get alltaf hringt í mömmu ef mig vantar ráð,“ segir Auður sem kveðst í dag kunna vel að meta að hafa alist að mestu upp á Íslandi. Spurð út í hvað taki við eftir útskrift segist Auður vera á fullu við að útbúa ferilskrá, gera kynningarmyndbönd, búa til heimasíðu og skrá sig á leikaravefsíður. „Og svo taka við prufur, prufur og prufur. Annars er ég líka að bíða eftir nokkrum stuttmyndum sem ég lék í, sem svo vonandi komast inn á góðar kvikmyndahátíðir,“ segir Auður glöð í bragði. „Ég vil helst vera þar sem flest tækifæri bjóðast. Eins og er þá er það hér í LA, en ef gott tækifæri býðst frá Íslandi myndi ég ekki hika við að taka því. Svo lengi sem ég er vinnandi leikkona þá finnst mér ekki erfitt að rífa upp ræturnar ef það þarf,“ útskýrir Auður sem er greinilega opin fyrir öllu.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira