NASA svarar Gwyneth Paltrow vegna meintra heilsuplástra Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2017 15:45 Gwyneth Paltrow hefur verið iðin við kolann þegar kemur að því að hagnast á ýmis konar hjávísindum, nú með að reyna að tengja sig við NASA. Athugið, myndin er samsett. Vísir Heilsugúrú um allan heim setja daglega fram vafasamar fullyrðingar um ágæti vara af ýmsu tagi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA sver af sér nokkur tengsl við slíka vöru eins og í tilfelli „heilsuplástra“ sem leikkonan Gwyneth Paltrow mælti með á heilsubloggi sínu. Paltrow er þekkt fyrir að dreifa alls kyns ráðleggingum sem fáir heilbrigðisstarfsmenn gætu skrifað undir á vefsíðunni Goop. Þannig hefur hún meðal annars mælt með steini sem konur eigi að stinga upp í leggöng til að styrkja vöðva. Nýlega birtist á síðunni færsla um límmiða sem fyrirtækið Body Vibes selur. Þar er því haldið fram að límmiðarnir séu gerðir úr sömu „leiðandi koltrefjunum sem NASA notar til að fóðra geimbúninga sína svo að hún geti fylgst með lífsmerkjum geimfaranna“, að því er kemur fram í grein Washington Post. Lýsingin á því hvað miðarnir eiga að gera er enn framandlegri. „Mannslíkaminn virkar á kjörorkutíðni en dagleg streita og kvíði geta raskað innra jafnvægi okkar, tæmt orkuforða okkar og veikt ónæmiskerfi okkar,“ segir í færslu Goop. Söluaðilinn heldur því jafnframt fram að límmiðarnir hafi róaandi áhrif og dragi úr streitu og kvíða.Ekki fylgir sögunni hvort að notendur límmiðanna þurfi að taka þátt í hópknúsi naktir en svona auglýsir Body Vibes þá.Body VipesEngar koltrefjar í geimbúningunumTalsmaður NASA segir hins vegar við Washington Post að engar koltrefjar séu notaðar í geimbúningana. Í frétt Gizmodo sem sagði fyrst frá málinu kom fram að búningarnir séu í raun úr plastefnum, spandexi og öðrum efnum. Færslunni á Goop og lýsingunni á vefsíðu Body Vibes var breytt í kjölfarið og vísanir til NASA fjarlægðar. „Við ætluðum okkur aldrei að afvegaleiða neinn,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem hélt því fram að það hefði fengið rangar upplýsingar frá dreifiaðila. Límmiðarnir eru seldir í tíu stykkja pökkum fyrir sextíu dollara eða í 24 stykkjum fyrir 120 dollara. Neytendur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Heilsugúrú um allan heim setja daglega fram vafasamar fullyrðingar um ágæti vara af ýmsu tagi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA sver af sér nokkur tengsl við slíka vöru eins og í tilfelli „heilsuplástra“ sem leikkonan Gwyneth Paltrow mælti með á heilsubloggi sínu. Paltrow er þekkt fyrir að dreifa alls kyns ráðleggingum sem fáir heilbrigðisstarfsmenn gætu skrifað undir á vefsíðunni Goop. Þannig hefur hún meðal annars mælt með steini sem konur eigi að stinga upp í leggöng til að styrkja vöðva. Nýlega birtist á síðunni færsla um límmiða sem fyrirtækið Body Vibes selur. Þar er því haldið fram að límmiðarnir séu gerðir úr sömu „leiðandi koltrefjunum sem NASA notar til að fóðra geimbúninga sína svo að hún geti fylgst með lífsmerkjum geimfaranna“, að því er kemur fram í grein Washington Post. Lýsingin á því hvað miðarnir eiga að gera er enn framandlegri. „Mannslíkaminn virkar á kjörorkutíðni en dagleg streita og kvíði geta raskað innra jafnvægi okkar, tæmt orkuforða okkar og veikt ónæmiskerfi okkar,“ segir í færslu Goop. Söluaðilinn heldur því jafnframt fram að límmiðarnir hafi róaandi áhrif og dragi úr streitu og kvíða.Ekki fylgir sögunni hvort að notendur límmiðanna þurfi að taka þátt í hópknúsi naktir en svona auglýsir Body Vibes þá.Body VipesEngar koltrefjar í geimbúningunumTalsmaður NASA segir hins vegar við Washington Post að engar koltrefjar séu notaðar í geimbúningana. Í frétt Gizmodo sem sagði fyrst frá málinu kom fram að búningarnir séu í raun úr plastefnum, spandexi og öðrum efnum. Færslunni á Goop og lýsingunni á vefsíðu Body Vibes var breytt í kjölfarið og vísanir til NASA fjarlægðar. „Við ætluðum okkur aldrei að afvegaleiða neinn,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem hélt því fram að það hefði fengið rangar upplýsingar frá dreifiaðila. Límmiðarnir eru seldir í tíu stykkja pökkum fyrir sextíu dollara eða í 24 stykkjum fyrir 120 dollara.
Neytendur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira