Medalíu á ökukennara Benedikt Bóas skrifar 27. júní 2017 07:00 Ökukennarar hljóta að vera versta starfsstétt landsins. Það eru svo ævintýralega margir bílstjórar í umferðinni sem eru vondir ökumenn. Þeir verstu eru þeir sem hafa farið tvisvar í gegnum ökuskóla, nefnilega þeir sem hafa réttindi á rútur og flutningabíla. Ég keyrði norður í land fyrir helgi og þar eru margar rútur og margir trukkar á ferli. Þeir sem vinna við það að keyra stóra bíla, þeir eru verstu ökumennirnir. Dæmin eru endalaus. Ég byrjaði að gefa þessu gaum þegar við félagarnir náðum ekki Strætóvagni sem var á leiðinni niður Öxnadalsheiðina. Samt vorum við vel yfir 100 km/klst. Skyndilega fór ég að taka eftir hegðun ökumanna af meiri athygli. Og ég fór að velta fyrir mér ökukennslu á Íslandi. Er öllum bara hleypt í gegn? Er ekkert eftirlit með því hvað ökukennari er að kenna? Umferðarmenning í Reykjavík er trúlega ein sú ömurlegasta í heimi. Allir tala í símann og enginn gefur stefnuljós. Enginn tekur tillit og allir eru að drífa sig. Hvar í heiminum er fólk á vinstri akrein sem er á löglegum hraða? Svona mætti lengi telja. Erlendis, þar sem ég hef sest undir stýri, þar virðast hlutirnir ganga alveg ágætlega. Það er fátt ömurlegra en að sjá ökukennara vera að tala í símann sinn svo drullusama um nemandann. Ég var reyndar feginn því þegar minn fyrsti ökukennari fór í símann því hann var dæmdur barnaperri og mér leið alveg hrikalega með honum aleinn í bíl. Kannski hefur það áhrif. En mér finnst ökukennarar mega fá verðlaun fyrir að útskrifa svona marga lélega bílstjóra. Til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ökukennarar hljóta að vera versta starfsstétt landsins. Það eru svo ævintýralega margir bílstjórar í umferðinni sem eru vondir ökumenn. Þeir verstu eru þeir sem hafa farið tvisvar í gegnum ökuskóla, nefnilega þeir sem hafa réttindi á rútur og flutningabíla. Ég keyrði norður í land fyrir helgi og þar eru margar rútur og margir trukkar á ferli. Þeir sem vinna við það að keyra stóra bíla, þeir eru verstu ökumennirnir. Dæmin eru endalaus. Ég byrjaði að gefa þessu gaum þegar við félagarnir náðum ekki Strætóvagni sem var á leiðinni niður Öxnadalsheiðina. Samt vorum við vel yfir 100 km/klst. Skyndilega fór ég að taka eftir hegðun ökumanna af meiri athygli. Og ég fór að velta fyrir mér ökukennslu á Íslandi. Er öllum bara hleypt í gegn? Er ekkert eftirlit með því hvað ökukennari er að kenna? Umferðarmenning í Reykjavík er trúlega ein sú ömurlegasta í heimi. Allir tala í símann og enginn gefur stefnuljós. Enginn tekur tillit og allir eru að drífa sig. Hvar í heiminum er fólk á vinstri akrein sem er á löglegum hraða? Svona mætti lengi telja. Erlendis, þar sem ég hef sest undir stýri, þar virðast hlutirnir ganga alveg ágætlega. Það er fátt ömurlegra en að sjá ökukennara vera að tala í símann sinn svo drullusama um nemandann. Ég var reyndar feginn því þegar minn fyrsti ökukennari fór í símann því hann var dæmdur barnaperri og mér leið alveg hrikalega með honum aleinn í bíl. Kannski hefur það áhrif. En mér finnst ökukennarar mega fá verðlaun fyrir að útskrifa svona marga lélega bílstjóra. Til hamingju.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun