1500 krónur fyrir skoðunarferð um Hörpu: Húsið farið að minna á umferðarmiðstöð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 17:00 Fyrstu skoðunarferðirnar um húsið eru klukkan tíu á morgnanna og eru á klukutíma fresti til klukkan fimm á daginn. Vísir/Eyþór Fólki býðst nú að fara í skipulagðar skoðunarferðir gegn gjaldi upp á efri hæðir tónlistar- og menningarhússins Hörpu. Efri hæðirnar eru nú ekki aðgengilegar öðrum en þeim sem borga fyrir slíkar ferðir eða eiga erindi á einhverskonar viðburð. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður ákvörðun tekin í haust um hvort áfram verði boðið upp á slíkar ferðir. „Ég held að þetta tíðkist nú í flestum húsum sem teljast áhugaverð, þá er ég að tala um menningarhús og tónlistarhús, sem hafa eitthvað áhugavert að sýna og það sannarlega á við um Hörpu,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við Vísi. „Þetta er liður í því að taka hóflegt gjald fyrir góða þjónustu og það að fólk fari úr húsinu með meiri upplýsingar og meiri þekkingu á því fyrir hvað það stendur.“ Fólki býðst að fara í skipulagðar skoðunarferðir upp á hæðir hússins og skoða salina, þá sérstaklega Eldborg. Leiðsögn er innifalin í ferðunum þar sem sagt er frá tilurð hússins og hönnun, sögu þess og starfsemi. Ferðirnar kosta 1.500 krónur og eru á klukkutíma fresti. Hver ferð er um þrjátíu mínútur og gestum gefst svo svigrúm til að skoða sig um og taka myndir. Fyrstu ferðir hefjast klukkan tíu á morgnanna og sú síðasta er klukkan fimm á daginn.Umkvartanir vegna fjölda ferðamanna Svanhildur segir að ferðirnar séu liður í því að koma til móts við þann fjölda erlendra ferðamanna sem heimsækja húsið á hverjum degi en þær muni ekki hafa nein áhrif á gesti sem sækja viðburði eða veitingastaði hússins. „Hér koma kannski 3000 manns á dag og oft koma heilu holskeflurnar af fólki. Eins og ég segi þá tökum við öllum gestum fagnandi en á tilteknum dögum var húsið farið að minna á umferðarmiðstöð. Það var farið að hafa áhrif á gæðin og upplifun gesta og við fengum fjölmargar umkvartanir vegna þess.“Efri hæðir Hörpu eru ekki aðgengilegar fólki nema það eigi þangað sérstakt erindi eða hafi borgað fyrir skoðunarferð.Vísir/EyþórTaprekstur Hörpu frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. Aðspurð segir Svanhildur að gjaldtakan sé einn liður til að auka tekjur hússins. „Í samhengi við rekstrarstöðu hússins þá er það alveg klárt að við erum að horfa á allar góðar hugmyndir til að auka tekjur hússins og draga úr kostnaði. Þetta er einn liður, þetta er sannarlega ekki stór liður í því en þetta telur allt. Það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu, af hálfu stjórnenda hússins, að líta ekki til þess að taka eðlilegt endurgjald fyrir þá þjónustu sem er veitt í húsinu.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem verður í allt sumar og hófst þann 19. júní síðastliðinn. Í haust mun svo verða tekin ákvörðun um hvort þessu verður haldið áfram. „Það fer mjög vel af stað. Við erum að vanda okkur mjög mikið við þetta og viljum gera þetta mjög vel. Við áttum okkur alveg á því að einhverjir kunna að hafa aðrar skoðanir á þessu en við eða telja einhverja annmarka á þessu en það er bara eins og það er. Við höfum ekki rekist á neitt á þessum tíma sem er neikvætt. Það eru bara mismunandi sjónarmið en mjög lítið um það að fólk hafi gert við þetta athugasemdir í okkar eyru.“ Tengdar fréttir Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Fólki býðst nú að fara í skipulagðar skoðunarferðir gegn gjaldi upp á efri hæðir tónlistar- og menningarhússins Hörpu. Efri hæðirnar eru nú ekki aðgengilegar öðrum en þeim sem borga fyrir slíkar ferðir eða eiga erindi á einhverskonar viðburð. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður ákvörðun tekin í haust um hvort áfram verði boðið upp á slíkar ferðir. „Ég held að þetta tíðkist nú í flestum húsum sem teljast áhugaverð, þá er ég að tala um menningarhús og tónlistarhús, sem hafa eitthvað áhugavert að sýna og það sannarlega á við um Hörpu,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við Vísi. „Þetta er liður í því að taka hóflegt gjald fyrir góða þjónustu og það að fólk fari úr húsinu með meiri upplýsingar og meiri þekkingu á því fyrir hvað það stendur.“ Fólki býðst að fara í skipulagðar skoðunarferðir upp á hæðir hússins og skoða salina, þá sérstaklega Eldborg. Leiðsögn er innifalin í ferðunum þar sem sagt er frá tilurð hússins og hönnun, sögu þess og starfsemi. Ferðirnar kosta 1.500 krónur og eru á klukkutíma fresti. Hver ferð er um þrjátíu mínútur og gestum gefst svo svigrúm til að skoða sig um og taka myndir. Fyrstu ferðir hefjast klukkan tíu á morgnanna og sú síðasta er klukkan fimm á daginn.Umkvartanir vegna fjölda ferðamanna Svanhildur segir að ferðirnar séu liður í því að koma til móts við þann fjölda erlendra ferðamanna sem heimsækja húsið á hverjum degi en þær muni ekki hafa nein áhrif á gesti sem sækja viðburði eða veitingastaði hússins. „Hér koma kannski 3000 manns á dag og oft koma heilu holskeflurnar af fólki. Eins og ég segi þá tökum við öllum gestum fagnandi en á tilteknum dögum var húsið farið að minna á umferðarmiðstöð. Það var farið að hafa áhrif á gæðin og upplifun gesta og við fengum fjölmargar umkvartanir vegna þess.“Efri hæðir Hörpu eru ekki aðgengilegar fólki nema það eigi þangað sérstakt erindi eða hafi borgað fyrir skoðunarferð.Vísir/EyþórTaprekstur Hörpu frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. Aðspurð segir Svanhildur að gjaldtakan sé einn liður til að auka tekjur hússins. „Í samhengi við rekstrarstöðu hússins þá er það alveg klárt að við erum að horfa á allar góðar hugmyndir til að auka tekjur hússins og draga úr kostnaði. Þetta er einn liður, þetta er sannarlega ekki stór liður í því en þetta telur allt. Það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu, af hálfu stjórnenda hússins, að líta ekki til þess að taka eðlilegt endurgjald fyrir þá þjónustu sem er veitt í húsinu.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem verður í allt sumar og hófst þann 19. júní síðastliðinn. Í haust mun svo verða tekin ákvörðun um hvort þessu verður haldið áfram. „Það fer mjög vel af stað. Við erum að vanda okkur mjög mikið við þetta og viljum gera þetta mjög vel. Við áttum okkur alveg á því að einhverjir kunna að hafa aðrar skoðanir á þessu en við eða telja einhverja annmarka á þessu en það er bara eins og það er. Við höfum ekki rekist á neitt á þessum tíma sem er neikvætt. Það eru bara mismunandi sjónarmið en mjög lítið um það að fólk hafi gert við þetta athugasemdir í okkar eyru.“
Tengdar fréttir Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04