Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er sjónmengun sem þjónustumiðstöðin hefði í för með sér á upphaflegum stað, á móti fossinum. Vísir/Vilhelm Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum. Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53