Borgarastyrjöld eða aðeins einangrað tilvik Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Lögregla þurfti að varpa táragasi á mótmælendur í Karakas í gær. Vísir/AFP Óljóst er hversu mikils stuðnings Oscar Pérez, lögregluþjónn sem stal þyrlu og varpaði úr henni sprengjum á hús hæstaréttar landsins í Karakas, höfuðborg Venesúela, í gær nýtur. Pérez birti myndband á Instagram í gær þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Fyrir aftan hann stóðu fjórir grímuklæddir og þungvopnaðir menn. „Við erum bandalag hermanna, lögreglumanna og almennra borgara sem vill koma á jafnvægi í Venesúela og vinna gegn glæpamönnunum sem fara með stjórn ríkisins,“ sagði Pérez í myndbandinu. Hann bætti því við að bandalagið aðhylltist enga stjórnmálastefnu og studdi engan flokk. Þeir væru einfaldlega föðurlandsvinir. Fjórum handsprengjum var varpað á hæstaréttarbygginguna og þá var fimmtán skotum skotið að húsi innanríkisráðuneytisins, að því er segir í frétt Reuters. Enginn særðist í árásinni.Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Fréttablaðið/EPANærri dagleg fjöldamótmæli hafa verið gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta undanfarna mánuði og hafa nærri hundrað manns farist í átökum við her og lögreglu. Mótmæli hafa þó verið tíð frá árinu 2014 og hafa um það bil fimmtíu til viðbótar látið lífið síðan þá. Talið er að um tíu þúsund hafi verið handtekin við mótmæli undanfarin ár. Helstu ástæður mótmælanna eru spilling og afar slæmt ástand efnahagsmála þar í landi. Samkvæmt Gallup telja flestir íbúar Venesúela ríkisstjórnina spillta. Þá er gríðarleg verðbólga og mikill skortur á matvælum og öðrum nytjavörum í landinu. Í könnun Datos telur rúmur helmingur að sósíalísk ríkisstjórn Maduros beri ábyrgð á einkar slæmu ástandi efnahagsmála. Sjálfur hefur Maduro sagt að kapítalistar heyi efnahagslegt stríð gegn ríki sínu. Ef Pérez nýtur raunverulegs stuðnings gæti verið að óeirðir og mótmæli undanfarinna ára taki á sig nýja mynd og umbreytist í raunverulega borgarastyrjöld. Einnig er mögulegt að Pérez spili sig nú stærri en hann er og að Maduro stafi ekki raunveruleg hætta af honum. Forsetinn kallaði árásina hryðjuverkaárás. Þá skipaði hann hernum að vera vel á varðbergi. „Ég hef skipað hernum öllum að standa vörð um friðinn. Fyrr eða síðar munum við handsama þá sem frömdu þessa hryðjuverkaárás,“ sagði Maduro í gær. Maduro sagði að árásarmennirnir vildu fremja valdarán. Fyrr í vikunni, á þriðjudag, ítrekaði Maduro ásakanir sínar í garð Bandaríkjanna um að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta styddi slíkar tilraunir. Á mánudag tilkynnti hann um að fimm hefðu verið handteknir, grunaðir um að leggja grunninn að innrás Bandaríkjanna í Venesúela. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Óljóst er hversu mikils stuðnings Oscar Pérez, lögregluþjónn sem stal þyrlu og varpaði úr henni sprengjum á hús hæstaréttar landsins í Karakas, höfuðborg Venesúela, í gær nýtur. Pérez birti myndband á Instagram í gær þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Fyrir aftan hann stóðu fjórir grímuklæddir og þungvopnaðir menn. „Við erum bandalag hermanna, lögreglumanna og almennra borgara sem vill koma á jafnvægi í Venesúela og vinna gegn glæpamönnunum sem fara með stjórn ríkisins,“ sagði Pérez í myndbandinu. Hann bætti því við að bandalagið aðhylltist enga stjórnmálastefnu og studdi engan flokk. Þeir væru einfaldlega föðurlandsvinir. Fjórum handsprengjum var varpað á hæstaréttarbygginguna og þá var fimmtán skotum skotið að húsi innanríkisráðuneytisins, að því er segir í frétt Reuters. Enginn særðist í árásinni.Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Fréttablaðið/EPANærri dagleg fjöldamótmæli hafa verið gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta undanfarna mánuði og hafa nærri hundrað manns farist í átökum við her og lögreglu. Mótmæli hafa þó verið tíð frá árinu 2014 og hafa um það bil fimmtíu til viðbótar látið lífið síðan þá. Talið er að um tíu þúsund hafi verið handtekin við mótmæli undanfarin ár. Helstu ástæður mótmælanna eru spilling og afar slæmt ástand efnahagsmála þar í landi. Samkvæmt Gallup telja flestir íbúar Venesúela ríkisstjórnina spillta. Þá er gríðarleg verðbólga og mikill skortur á matvælum og öðrum nytjavörum í landinu. Í könnun Datos telur rúmur helmingur að sósíalísk ríkisstjórn Maduros beri ábyrgð á einkar slæmu ástandi efnahagsmála. Sjálfur hefur Maduro sagt að kapítalistar heyi efnahagslegt stríð gegn ríki sínu. Ef Pérez nýtur raunverulegs stuðnings gæti verið að óeirðir og mótmæli undanfarinna ára taki á sig nýja mynd og umbreytist í raunverulega borgarastyrjöld. Einnig er mögulegt að Pérez spili sig nú stærri en hann er og að Maduro stafi ekki raunveruleg hætta af honum. Forsetinn kallaði árásina hryðjuverkaárás. Þá skipaði hann hernum að vera vel á varðbergi. „Ég hef skipað hernum öllum að standa vörð um friðinn. Fyrr eða síðar munum við handsama þá sem frömdu þessa hryðjuverkaárás,“ sagði Maduro í gær. Maduro sagði að árásarmennirnir vildu fremja valdarán. Fyrr í vikunni, á þriðjudag, ítrekaði Maduro ásakanir sínar í garð Bandaríkjanna um að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta styddi slíkar tilraunir. Á mánudag tilkynnti hann um að fimm hefðu verið handteknir, grunaðir um að leggja grunninn að innrás Bandaríkjanna í Venesúela.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira