Nýtt nafn í útgáfubransanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2017 13:00 Dóra Júlía er einn vinsælasti plötusnúður bæjarins og hafa karókíkvöld hennar og Þórunnar Antoníu slegið í gegn. Mynd/dóra Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. Tilgangur félagsins er eins og segir í hlutafélagsskráningunni „Þróun, ráðgjöf, útflutningur og framleiðsla á tónlist. Umboðsmennska og innheimta stefgjalda og útgáfuréttar (publishing/master rights). Rekstur hljóðvers.“ Það má leiða líkur að því að hér sé að verða til nýtt „powerhouse“ í tónlistarbransanum á Íslandi en Pálmi Ragnar hefur, ásamt bróður sínum Ásgeiri Orra og Sæþóri Kristjánssyni, komið nálægt nánast öllum vinsælum poppsmellum landsins síðasta áratuginn eða svo en virðist nú vera að færa sig út í rekstur plötufyrirtækis ásamt kærustu sinni. Dóra Júlía hefur verið að gera það gott sem plötusnúður og þær Þórunn Antonía halda vikulegt karókíkvöld á Sæta svíninu. Hvorki Dóra né Pálmi vildu tjá sig um málið og því ekki ljóst hvernig rekstri plötufyrirtækisins verður háttað að öðru leyti en kemur fram í hlutafélagsskráningu en þar er Pálmi skráður sem stjórnarmaður og Dóra Júlía í varastjórn. Tónlistarútgáfa hér á landi virðist vera að vakna úr ákveðnum dvala en seint á síðasta ári stofnuðu þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds plötufyrirtækið Alda Music sem nú hefur á sínum snærum listamenn eins og Úlfur Úlfur, Hildi og Ella Grill. Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. Tilgangur félagsins er eins og segir í hlutafélagsskráningunni „Þróun, ráðgjöf, útflutningur og framleiðsla á tónlist. Umboðsmennska og innheimta stefgjalda og útgáfuréttar (publishing/master rights). Rekstur hljóðvers.“ Það má leiða líkur að því að hér sé að verða til nýtt „powerhouse“ í tónlistarbransanum á Íslandi en Pálmi Ragnar hefur, ásamt bróður sínum Ásgeiri Orra og Sæþóri Kristjánssyni, komið nálægt nánast öllum vinsælum poppsmellum landsins síðasta áratuginn eða svo en virðist nú vera að færa sig út í rekstur plötufyrirtækis ásamt kærustu sinni. Dóra Júlía hefur verið að gera það gott sem plötusnúður og þær Þórunn Antonía halda vikulegt karókíkvöld á Sæta svíninu. Hvorki Dóra né Pálmi vildu tjá sig um málið og því ekki ljóst hvernig rekstri plötufyrirtækisins verður háttað að öðru leyti en kemur fram í hlutafélagsskráningu en þar er Pálmi skráður sem stjórnarmaður og Dóra Júlía í varastjórn. Tónlistarútgáfa hér á landi virðist vera að vakna úr ákveðnum dvala en seint á síðasta ári stofnuðu þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds plötufyrirtækið Alda Music sem nú hefur á sínum snærum listamenn eins og Úlfur Úlfur, Hildi og Ella Grill.
Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“