Nýtt nafn í útgáfubransanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2017 13:00 Dóra Júlía er einn vinsælasti plötusnúður bæjarins og hafa karókíkvöld hennar og Þórunnar Antoníu slegið í gegn. Mynd/dóra Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. Tilgangur félagsins er eins og segir í hlutafélagsskráningunni „Þróun, ráðgjöf, útflutningur og framleiðsla á tónlist. Umboðsmennska og innheimta stefgjalda og útgáfuréttar (publishing/master rights). Rekstur hljóðvers.“ Það má leiða líkur að því að hér sé að verða til nýtt „powerhouse“ í tónlistarbransanum á Íslandi en Pálmi Ragnar hefur, ásamt bróður sínum Ásgeiri Orra og Sæþóri Kristjánssyni, komið nálægt nánast öllum vinsælum poppsmellum landsins síðasta áratuginn eða svo en virðist nú vera að færa sig út í rekstur plötufyrirtækis ásamt kærustu sinni. Dóra Júlía hefur verið að gera það gott sem plötusnúður og þær Þórunn Antonía halda vikulegt karókíkvöld á Sæta svíninu. Hvorki Dóra né Pálmi vildu tjá sig um málið og því ekki ljóst hvernig rekstri plötufyrirtækisins verður háttað að öðru leyti en kemur fram í hlutafélagsskráningu en þar er Pálmi skráður sem stjórnarmaður og Dóra Júlía í varastjórn. Tónlistarútgáfa hér á landi virðist vera að vakna úr ákveðnum dvala en seint á síðasta ári stofnuðu þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds plötufyrirtækið Alda Music sem nú hefur á sínum snærum listamenn eins og Úlfur Úlfur, Hildi og Ella Grill. Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Käärijä mætir á Söngvakeppnina Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. Tilgangur félagsins er eins og segir í hlutafélagsskráningunni „Þróun, ráðgjöf, útflutningur og framleiðsla á tónlist. Umboðsmennska og innheimta stefgjalda og útgáfuréttar (publishing/master rights). Rekstur hljóðvers.“ Það má leiða líkur að því að hér sé að verða til nýtt „powerhouse“ í tónlistarbransanum á Íslandi en Pálmi Ragnar hefur, ásamt bróður sínum Ásgeiri Orra og Sæþóri Kristjánssyni, komið nálægt nánast öllum vinsælum poppsmellum landsins síðasta áratuginn eða svo en virðist nú vera að færa sig út í rekstur plötufyrirtækis ásamt kærustu sinni. Dóra Júlía hefur verið að gera það gott sem plötusnúður og þær Þórunn Antonía halda vikulegt karókíkvöld á Sæta svíninu. Hvorki Dóra né Pálmi vildu tjá sig um málið og því ekki ljóst hvernig rekstri plötufyrirtækisins verður háttað að öðru leyti en kemur fram í hlutafélagsskráningu en þar er Pálmi skráður sem stjórnarmaður og Dóra Júlía í varastjórn. Tónlistarútgáfa hér á landi virðist vera að vakna úr ákveðnum dvala en seint á síðasta ári stofnuðu þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds plötufyrirtækið Alda Music sem nú hefur á sínum snærum listamenn eins og Úlfur Úlfur, Hildi og Ella Grill.
Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Käärijä mætir á Söngvakeppnina Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira