Skýrsla Þorsteins: Ólafía þarf að vera aðeins djarfari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 22:48 Ólafía gefur eiginhandaráritanir eftir hringinn sögulega í kvöld. vísir/friðrik þór Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í dag og sendi okkur þessa skýrslu í kvöld. Ólafía hefði ekki getað fengið betri byrjun á fyrsta risamóti sínu þar sem hún fékk fugl á fyrstu braut. Hún lék varfærið golf en yfirvegað sem skilaði henni pari á brautum 2 – 6. Á 7. braut, sem er nokkuð erfið par 3 braut, sló hún teighögg með fimmjárni og var um 9 metra frá holunni á flötinni og í framhaldinu renndi hún púttinu niður í holu. Þá var hún komin tvö högg undir par og á þeim tíma jöfn í 4. sæti mótsins. Par fylgdi á 8. braut og svo skolli á 9. brautinni sem er virkilega löng og erfið þegar vindurinn blæs þétt á móti eins og hann gerði í dag. Ólafía Þórunn lék fyrri níu brautirnar á 35 höggum, einu höggi undir pari. Seinni níu brautirnar reyndust erfiðari.Þar fékk Ólafía tvo skolla og einn skramba. Á 15. brautinni, sem er par 3, sló hún ágætis högg af teig. Boltinn fauk undan vindinum og endaði í glompu hægra megin við flötina í nánast vonlausri stöðu til þess að slá inn á flöt. Boltinn lá undir bakkanum og þurfti Ólafía að standa fyrir utan glompuna með boltann langt fyrir neðan sig. Þá braut lék hún á fimm höggum eða skramba. Síðan fylgdi par á brautum 16 – 18.Niðurstaða: Mér fannst Ólafía Þórunn leika virkilega vel af teig. Hún hitti 11 brautir af 14. Það sem helst má skerpa á fyrir morgundaginn eru inn á höggin. Hún hitti 12 flatir af 18 í áætluðum höggafjölda (regulation) sem er fulllítið miðað við hve vel hún sló af teig. Á morgun verður hún að vera aðeins djarfari í höggum inn á flatir og koma boltanum nær holu svo fuglafærin verði betri. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í dag og sendi okkur þessa skýrslu í kvöld. Ólafía hefði ekki getað fengið betri byrjun á fyrsta risamóti sínu þar sem hún fékk fugl á fyrstu braut. Hún lék varfærið golf en yfirvegað sem skilaði henni pari á brautum 2 – 6. Á 7. braut, sem er nokkuð erfið par 3 braut, sló hún teighögg með fimmjárni og var um 9 metra frá holunni á flötinni og í framhaldinu renndi hún púttinu niður í holu. Þá var hún komin tvö högg undir par og á þeim tíma jöfn í 4. sæti mótsins. Par fylgdi á 8. braut og svo skolli á 9. brautinni sem er virkilega löng og erfið þegar vindurinn blæs þétt á móti eins og hann gerði í dag. Ólafía Þórunn lék fyrri níu brautirnar á 35 höggum, einu höggi undir pari. Seinni níu brautirnar reyndust erfiðari.Þar fékk Ólafía tvo skolla og einn skramba. Á 15. brautinni, sem er par 3, sló hún ágætis högg af teig. Boltinn fauk undan vindinum og endaði í glompu hægra megin við flötina í nánast vonlausri stöðu til þess að slá inn á flöt. Boltinn lá undir bakkanum og þurfti Ólafía að standa fyrir utan glompuna með boltann langt fyrir neðan sig. Þá braut lék hún á fimm höggum eða skramba. Síðan fylgdi par á brautum 16 – 18.Niðurstaða: Mér fannst Ólafía Þórunn leika virkilega vel af teig. Hún hitti 11 brautir af 14. Það sem helst má skerpa á fyrir morgundaginn eru inn á höggin. Hún hitti 12 flatir af 18 í áætluðum höggafjölda (regulation) sem er fulllítið miðað við hve vel hún sló af teig. Á morgun verður hún að vera aðeins djarfari í höggum inn á flatir og koma boltanum nær holu svo fuglafærin verði betri. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16
Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00