Galdurinn við beinar útsendingar Logi Bergmann skrifar 10. júní 2017 07:00 Ég sat í fyrrinótt og fylgdist með bresku kosningunum. Alltof lengi og var alltof spenntur fyrir einhverju sem ég, þegar ég hugsa um það í alvörunni, hef í raun engan sérstakan áhuga á. En samt, ofsa spenntur. Ég get ekki alveg útskýrt hvað það er sem mér finnst svona spennandi. Ég er ekki einu sinni alveg viss um með hverjum ég held. Þetta er eins og að horfa á fótboltaleik með tveimur liðum sem maður veit ekki alveg hvað heita. Smám saman fer maður að halda með öðru liðinu, en helst af öllu vonar maður að eitthvað óvænt gerist.Að eyðileggja morgundaginn Það er ekki spennan fyrir þreytulegu fólki í íþróttasölum, sem maður fékk að sjá annað slagið. Og alls ekki spennan fyrir því hvað einhverjir vitringar héldu að myndi gerast næst. Ekki einu sinni spennan fyrir frambjóðendum sem ég hef aldrei séð áður og hef ekki hugmynd um hvort eru klárir eða skemmtilegir. Ég bara horfði og lagði mitt af mörkum til að vera algjörlega ónýtur í vinnunni í gær. Á miðvikudagskvöldið vakti ég álíka lengi til að fylgjast með leik í NBA-deildinni. Cleveland (aldrei komið þangað) og Golden State Warriors (frá Oakland í Kalíforníu – aldrei komið þangað heldur). Ég vakti allan tímann og var rosalega spenntur og brjálaður af því Lebron James (aldrei hitt hann) tapaði. Þegar ég fór að sofa um klukkan fjögur, vitandi að sjö ára skemmtikraftur myndi vekja mig fyrir allar aldir, sá ég ekki eftir neinu. Aldrei hvarflaði að mér að sennilega væri skynsamlegast að fara bara að sofa á venjulegum tíma og kíkja á netið um morguninn. Enda er það algjörlega fáránleg hugmynd. Í raun skil ég það samt betur að vaka og horfa á körfuboltaleik. Það er í það minnsta myndrænt og spennandi. Ég þekki alla leikmennina og söguna og held með öðru liðinu. Breska kosningasjónvarpið var bara samansafn af yfirlætislegum sérfræðingum með ljót bindi. Sum reyndar svo ljót að ég skil ekki af hverjum þeim var hleypt út úr húsi með þau. En það útskýrir sennilega ekki að vaka langt fram á nótt. Svarið er einfalt. Bein útsending. Hún er algjört lykilatriði. Hún gerir allt spennandi og fær skynsamt fólk, eins og mig (víst), til að vaka miklu lengur en skynsamlegt getur talist.Allt er betra í beinni útsendingu Í raun held ég að það sé hægt að gera allt áhugavert með því að senda bara beint frá því. Jafnvel útsending frá Alþingi getur næstum því orðið spennandi þegar maður veit að hún er bein. Og það gæti eitthvað óvænt gerst (sem á reyndar ekki við um Alþingi). Ég man þá tíð þegar það þótti bara fullkomlega eðlilegt að horfa á vikugamlan fótboltaleik og hlusta á Bjarna Fel lýsa því hvernig við ættum að hafa auga með leikmanni númer sjö. Hann gæti átt eftir að koma meira við sögu. Núna er það blátt áfram fáránlegt að horfa á leik sem er ekki í beinni útsendingu. Ég get ekki einu sinni gert það á tímaflakkinu. Hausinn á mér öskrar á mig: ÞETTA ER EKKI BEINT. En ég sé sem sagt ekkert að því að fylgjast með því hvernig Reetenrra Bjeerji gengur í Basildon South, sem ég hef ekki hugmynd um hvar er í Bretlandi. Ekki frekar en East Dumbarton, þar sem Jo Swinson stóð í ströngu. Rétt að taka það fram að ég veit ekki einu sinni af hvaða kyni þessir frambjóðendur eru. En ég horfi samt. Það er galdurinn við beinar útsendingar.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Bergmann Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Ég sat í fyrrinótt og fylgdist með bresku kosningunum. Alltof lengi og var alltof spenntur fyrir einhverju sem ég, þegar ég hugsa um það í alvörunni, hef í raun engan sérstakan áhuga á. En samt, ofsa spenntur. Ég get ekki alveg útskýrt hvað það er sem mér finnst svona spennandi. Ég er ekki einu sinni alveg viss um með hverjum ég held. Þetta er eins og að horfa á fótboltaleik með tveimur liðum sem maður veit ekki alveg hvað heita. Smám saman fer maður að halda með öðru liðinu, en helst af öllu vonar maður að eitthvað óvænt gerist.Að eyðileggja morgundaginn Það er ekki spennan fyrir þreytulegu fólki í íþróttasölum, sem maður fékk að sjá annað slagið. Og alls ekki spennan fyrir því hvað einhverjir vitringar héldu að myndi gerast næst. Ekki einu sinni spennan fyrir frambjóðendum sem ég hef aldrei séð áður og hef ekki hugmynd um hvort eru klárir eða skemmtilegir. Ég bara horfði og lagði mitt af mörkum til að vera algjörlega ónýtur í vinnunni í gær. Á miðvikudagskvöldið vakti ég álíka lengi til að fylgjast með leik í NBA-deildinni. Cleveland (aldrei komið þangað) og Golden State Warriors (frá Oakland í Kalíforníu – aldrei komið þangað heldur). Ég vakti allan tímann og var rosalega spenntur og brjálaður af því Lebron James (aldrei hitt hann) tapaði. Þegar ég fór að sofa um klukkan fjögur, vitandi að sjö ára skemmtikraftur myndi vekja mig fyrir allar aldir, sá ég ekki eftir neinu. Aldrei hvarflaði að mér að sennilega væri skynsamlegast að fara bara að sofa á venjulegum tíma og kíkja á netið um morguninn. Enda er það algjörlega fáránleg hugmynd. Í raun skil ég það samt betur að vaka og horfa á körfuboltaleik. Það er í það minnsta myndrænt og spennandi. Ég þekki alla leikmennina og söguna og held með öðru liðinu. Breska kosningasjónvarpið var bara samansafn af yfirlætislegum sérfræðingum með ljót bindi. Sum reyndar svo ljót að ég skil ekki af hverjum þeim var hleypt út úr húsi með þau. En það útskýrir sennilega ekki að vaka langt fram á nótt. Svarið er einfalt. Bein útsending. Hún er algjört lykilatriði. Hún gerir allt spennandi og fær skynsamt fólk, eins og mig (víst), til að vaka miklu lengur en skynsamlegt getur talist.Allt er betra í beinni útsendingu Í raun held ég að það sé hægt að gera allt áhugavert með því að senda bara beint frá því. Jafnvel útsending frá Alþingi getur næstum því orðið spennandi þegar maður veit að hún er bein. Og það gæti eitthvað óvænt gerst (sem á reyndar ekki við um Alþingi). Ég man þá tíð þegar það þótti bara fullkomlega eðlilegt að horfa á vikugamlan fótboltaleik og hlusta á Bjarna Fel lýsa því hvernig við ættum að hafa auga með leikmanni númer sjö. Hann gæti átt eftir að koma meira við sögu. Núna er það blátt áfram fáránlegt að horfa á leik sem er ekki í beinni útsendingu. Ég get ekki einu sinni gert það á tímaflakkinu. Hausinn á mér öskrar á mig: ÞETTA ER EKKI BEINT. En ég sé sem sagt ekkert að því að fylgjast með því hvernig Reetenrra Bjeerji gengur í Basildon South, sem ég hef ekki hugmynd um hvar er í Bretlandi. Ekki frekar en East Dumbarton, þar sem Jo Swinson stóð í ströngu. Rétt að taka það fram að ég veit ekki einu sinni af hvaða kyni þessir frambjóðendur eru. En ég horfi samt. Það er galdurinn við beinar útsendingar.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun