Ellert einstaki býr til folöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2017 21:41 Mikil spenna er hjá hestamönnum að sjá hvernig folöld Ellerts einstaka verða á litinn en Ellert er fjögurra vetra stóðhestur sem ber nýtt liftaafbrigði í íslenska hrossastofninum. Ellert einstaki er nú í fyrsta skipti hjá stóðmerum í Landeyjum. Ellert einstaki var spenntur þegar honum var hleypt út úr hestakerrunni í Lindartúni í Vestur-Landeyjum enda vissi hann að það væri eitthvað spennandi í gangi. Hesturinn er frá Baldurshaga og eini hesturinn í heiminum sem ber þennan lit sem kallast ýruskjótt. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu og stórt og mikið vagl í báðum augum. „Nú er hann að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa og ætlar að reyna að búa til fleiri eintök af þessum nýja lit,“ segir Baldur Eiðsson eigandi Ellerts einstaka. Ellert var frelsinu feginn þegar Baldur losaði múlinn af honum, enda tók hann strax sprettinn til meranna sem biðu hans. Ellert er í fyrsta skipti í stóðmerum, mikill eltingaleikur er í stóði sem þessu enda vill graðhesturinn hafa merarnar í einum hópi. En hvernig lit mun ellert gefa? „Það segjum við ekkert um fyrr en við sjáum folöldin því þessi litur eða literfðir hafa ekki verið til í neinum hesti hingað til. Þannig að við vitum ekkert. Þetta er alveg gífurlega áhugavert og skemmtilegt fyrirbæri. Að við skyldum fá þennan hest upp og við skyldum fá hann hér á landi en ekki einhvers staðar í útlöndum og að hann skuli vera hér og verða hér og setja þau spor sem hann getur á íslenska hestastofnin. Hver sem þau verða, við vitum það ekki en það er spennandi að sjá,“ segir Páll Imsland, litasérfræðingur íslenska hestsins. Hestar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Mikil spenna er hjá hestamönnum að sjá hvernig folöld Ellerts einstaka verða á litinn en Ellert er fjögurra vetra stóðhestur sem ber nýtt liftaafbrigði í íslenska hrossastofninum. Ellert einstaki er nú í fyrsta skipti hjá stóðmerum í Landeyjum. Ellert einstaki var spenntur þegar honum var hleypt út úr hestakerrunni í Lindartúni í Vestur-Landeyjum enda vissi hann að það væri eitthvað spennandi í gangi. Hesturinn er frá Baldurshaga og eini hesturinn í heiminum sem ber þennan lit sem kallast ýruskjótt. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu og stórt og mikið vagl í báðum augum. „Nú er hann að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa og ætlar að reyna að búa til fleiri eintök af þessum nýja lit,“ segir Baldur Eiðsson eigandi Ellerts einstaka. Ellert var frelsinu feginn þegar Baldur losaði múlinn af honum, enda tók hann strax sprettinn til meranna sem biðu hans. Ellert er í fyrsta skipti í stóðmerum, mikill eltingaleikur er í stóði sem þessu enda vill graðhesturinn hafa merarnar í einum hópi. En hvernig lit mun ellert gefa? „Það segjum við ekkert um fyrr en við sjáum folöldin því þessi litur eða literfðir hafa ekki verið til í neinum hesti hingað til. Þannig að við vitum ekkert. Þetta er alveg gífurlega áhugavert og skemmtilegt fyrirbæri. Að við skyldum fá þennan hest upp og við skyldum fá hann hér á landi en ekki einhvers staðar í útlöndum og að hann skuli vera hér og verða hér og setja þau spor sem hann getur á íslenska hestastofnin. Hver sem þau verða, við vitum það ekki en það er spennandi að sjá,“ segir Páll Imsland, litasérfræðingur íslenska hestsins.
Hestar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira