„Féll og hélt velli“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 12. júní 2017 10:45 Vinur minn Aðalgeir Arason hefur stundum ort slitrur um þjóðarleiðtoga þegar mikið hefur legið við, samanber hina alkunnu vísu um Khomeini erkiklerk sem hefst á línunni „Tehe- klerkur ræður -ran“ – eða Flóabardaga sem hefur fyrripartinn: „-ssein er heppinn Saddam Hú / siðum -hammeðs fylgir Mú-.“ Aðalgeir byrjaði á slitru um bresku kosningarnar þegar úrslit lágu fyrir: „-rihluta sinn missti mei …“ en komst ekki lengra. Þó má segja að línan sú arna – þó óneitanlega sé nokkuð stutt – sé ekki verri túlkun á bresku kosningunum en allar gáfnaljósagreinarnar sem maður hefur verið að lesa um þær, nema við getum kannski bætt við línunni úr Njálu um Brjánsbardaga: „Brjánn féll og hélt velli.“Spegilflokkur islamista Teresa May féll og hélt velli. Eða þannig. Hún ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra rétt eins og hún hafi til þess umboð, og mun styðjast við mótmælenda- og sambandsflokk á Norður-Írlandi, sem er kristilegur spegilflokkur islamista; með ámóta ljóta stefnu í málefnum kynfrelsis og annarra jafnréttismála og skelfilega sögu um ofbeldisglæpi og hatursáróður gegn saklausu fólki – þetta er lið samanbitið af hatri og ætti ekki að hafa áhrif í nokkrum málum. Með fulltingi þessa flokks mun Teresa svo skjögra til Brussel þar sem hennar bíða glorsoltin möppudýr. Þetta sitja Bretar uppi með eftir að hafa gert margvíslegar uppreisnir gegn „elítunni“ í undangengnum kosningum. Það var kannski ekki alveg sú útkoma sem fólk sá fyrir sér þegar það greiddi Brexit atkvæði. Þar með er ekki sagt að þeir kjósendur hafi verið tómir hálfvitar eða hafi látið stjórnast af fávísinni einni, eins og stundum er látið í veðri vaka í fréttaskýringunum. Fólk hefur alltaf einhverjar ástæður fyrir því hvernig það kýs. Fólk er alltaf að hugsa um sig og sína, velja sér samfélag og andrúmsloft - eða mótmæla einhverju. Vissulega átti Brexit meiri hljómgrunn í dreifbýlli héruðum þar sem meiri einsleitni ríkir með tilheyrandi ótta við „hina“. Of lítið hefur verið gert úr ótta fólks í hinum ýmsu Evrópulöndum við þau áhrif sem flóttamannastraumur hefur á líf þess. Það er skiljanleg kennd, mjög mennsk, mjög djúprætt. Fjölmenningarsamfélög Evrópu eru staðreynd og þau eru dásamleg þegar fólk býr saman við opin samskipti, samtöl, möguleika til menntunar og starfa við hæfi. Einsleitni er liðin tíð, hvort heldur varðar menningu eða uppruna. Spenna milli hópa hlýtur að fylgja slíku sambýli – samkeppni hugmyndanna – reiptog um völd – og hnignandi karlveldi er hættulegt afl. Þá er rétt að beina spjótum að hatursframleiðendunum í moskum og fjölmiðlasamsteypum – en fólk sem óttast áhrif flóttamannastraums á samfélag sitt á skilið að rætt sé við það af virðingu og fordómaleysi, en ekki lesið yfir hausamótunum á því um það hversu fáfrótt og illa innrætt það sé. Þegar fólk kaus Brexit var það ekki síður hávær lýðræðiskrafa; að láta ekki segja sér fyrir verkum af fjarlægu embættismannakerfi sem enginn kaus. Fólk vill hafa áhrif á umhverfi sitt, líf sitt og sinna, og ekkert ljótt eða heimskulegt við það. Evrópusambandið brást í aðdraganda kreppunnar þegar regluverk reyndist ekki nógu sterkt gagnvart siðlausu auðvaldi sem aldrei hirðir um lífskjör, samfélag eða félagsauð, og það brást líka þjóðum eins og Grikkjum og Írum þegar fráleitar kröfur voru gerðar um niðurskurð.Grundvallaratriðin Margt af sama fólkinu kaus Brexit og svo aftur Verkamannaflokkinn sem Corbyn og hans fólk bauð fram að þessu sinni, og er með miklu mannvænni stefnu en flokkur Blairs og Browns. Þeir kjósendur voru ekki hálfvitar þegar þeir kusu Brexit en gáfnaljós þegar þeir kusu Verkamannaflokkinn nú. Hvort tveggja er uppreisn gegn „elítunni“, borgarintellígensíunni sem réð Verkamannaflokknum en gleymdi grundvallaratriðum jafnaðarstefnunnar, að standa vörð um lífskjör og réttindi almennings með hag fjöldans að leiðarljósi, og tók einkavæðingu allrar grunnþjónustu og misskiptingu auðs sem lögmáli lífsins, eins og nýkomið úr tímum hjá Hannesi Hólmsteini. Þessari baráttu lýkur aldrei. Þróunin getur verið óhugnanlega hröð þegar kapítalisminn fær óáreittur að hafa sinn gang, eins og við þekkjum mætavel hér á landi eftir tvær hægristjórnir í röð. Markaðurinn er hér látinn um að leysa húsnæðisvanda ungs fólks, tvö risaleigufélög starfa með ofsagróða að markmiði meðan félagslegar lausnir láta á sér standa, og þrátt fyrir góðan vilja heilbrigðisráðherra virðast talibanar markaðshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum ætla að hafa það fram að enn frekari einkavæðing verði á umönnunar- og læknisþjónustu; virtur og vellátinn fjölbrautaskóli í Ármúla er afhentur einkaaðilum og sendur út á guð og gadd markaðarins – að ógleymdum dómsmálaráðherra sem fyllir stræti og torg af vopnuðum lögreglumönnum þegar fólk er í litahlaupi og er andvíg flokkun á rusli en vill sjálf fá ein að flokka dómara… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Vinur minn Aðalgeir Arason hefur stundum ort slitrur um þjóðarleiðtoga þegar mikið hefur legið við, samanber hina alkunnu vísu um Khomeini erkiklerk sem hefst á línunni „Tehe- klerkur ræður -ran“ – eða Flóabardaga sem hefur fyrripartinn: „-ssein er heppinn Saddam Hú / siðum -hammeðs fylgir Mú-.“ Aðalgeir byrjaði á slitru um bresku kosningarnar þegar úrslit lágu fyrir: „-rihluta sinn missti mei …“ en komst ekki lengra. Þó má segja að línan sú arna – þó óneitanlega sé nokkuð stutt – sé ekki verri túlkun á bresku kosningunum en allar gáfnaljósagreinarnar sem maður hefur verið að lesa um þær, nema við getum kannski bætt við línunni úr Njálu um Brjánsbardaga: „Brjánn féll og hélt velli.“Spegilflokkur islamista Teresa May féll og hélt velli. Eða þannig. Hún ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra rétt eins og hún hafi til þess umboð, og mun styðjast við mótmælenda- og sambandsflokk á Norður-Írlandi, sem er kristilegur spegilflokkur islamista; með ámóta ljóta stefnu í málefnum kynfrelsis og annarra jafnréttismála og skelfilega sögu um ofbeldisglæpi og hatursáróður gegn saklausu fólki – þetta er lið samanbitið af hatri og ætti ekki að hafa áhrif í nokkrum málum. Með fulltingi þessa flokks mun Teresa svo skjögra til Brussel þar sem hennar bíða glorsoltin möppudýr. Þetta sitja Bretar uppi með eftir að hafa gert margvíslegar uppreisnir gegn „elítunni“ í undangengnum kosningum. Það var kannski ekki alveg sú útkoma sem fólk sá fyrir sér þegar það greiddi Brexit atkvæði. Þar með er ekki sagt að þeir kjósendur hafi verið tómir hálfvitar eða hafi látið stjórnast af fávísinni einni, eins og stundum er látið í veðri vaka í fréttaskýringunum. Fólk hefur alltaf einhverjar ástæður fyrir því hvernig það kýs. Fólk er alltaf að hugsa um sig og sína, velja sér samfélag og andrúmsloft - eða mótmæla einhverju. Vissulega átti Brexit meiri hljómgrunn í dreifbýlli héruðum þar sem meiri einsleitni ríkir með tilheyrandi ótta við „hina“. Of lítið hefur verið gert úr ótta fólks í hinum ýmsu Evrópulöndum við þau áhrif sem flóttamannastraumur hefur á líf þess. Það er skiljanleg kennd, mjög mennsk, mjög djúprætt. Fjölmenningarsamfélög Evrópu eru staðreynd og þau eru dásamleg þegar fólk býr saman við opin samskipti, samtöl, möguleika til menntunar og starfa við hæfi. Einsleitni er liðin tíð, hvort heldur varðar menningu eða uppruna. Spenna milli hópa hlýtur að fylgja slíku sambýli – samkeppni hugmyndanna – reiptog um völd – og hnignandi karlveldi er hættulegt afl. Þá er rétt að beina spjótum að hatursframleiðendunum í moskum og fjölmiðlasamsteypum – en fólk sem óttast áhrif flóttamannastraums á samfélag sitt á skilið að rætt sé við það af virðingu og fordómaleysi, en ekki lesið yfir hausamótunum á því um það hversu fáfrótt og illa innrætt það sé. Þegar fólk kaus Brexit var það ekki síður hávær lýðræðiskrafa; að láta ekki segja sér fyrir verkum af fjarlægu embættismannakerfi sem enginn kaus. Fólk vill hafa áhrif á umhverfi sitt, líf sitt og sinna, og ekkert ljótt eða heimskulegt við það. Evrópusambandið brást í aðdraganda kreppunnar þegar regluverk reyndist ekki nógu sterkt gagnvart siðlausu auðvaldi sem aldrei hirðir um lífskjör, samfélag eða félagsauð, og það brást líka þjóðum eins og Grikkjum og Írum þegar fráleitar kröfur voru gerðar um niðurskurð.Grundvallaratriðin Margt af sama fólkinu kaus Brexit og svo aftur Verkamannaflokkinn sem Corbyn og hans fólk bauð fram að þessu sinni, og er með miklu mannvænni stefnu en flokkur Blairs og Browns. Þeir kjósendur voru ekki hálfvitar þegar þeir kusu Brexit en gáfnaljós þegar þeir kusu Verkamannaflokkinn nú. Hvort tveggja er uppreisn gegn „elítunni“, borgarintellígensíunni sem réð Verkamannaflokknum en gleymdi grundvallaratriðum jafnaðarstefnunnar, að standa vörð um lífskjör og réttindi almennings með hag fjöldans að leiðarljósi, og tók einkavæðingu allrar grunnþjónustu og misskiptingu auðs sem lögmáli lífsins, eins og nýkomið úr tímum hjá Hannesi Hólmsteini. Þessari baráttu lýkur aldrei. Þróunin getur verið óhugnanlega hröð þegar kapítalisminn fær óáreittur að hafa sinn gang, eins og við þekkjum mætavel hér á landi eftir tvær hægristjórnir í röð. Markaðurinn er hér látinn um að leysa húsnæðisvanda ungs fólks, tvö risaleigufélög starfa með ofsagróða að markmiði meðan félagslegar lausnir láta á sér standa, og þrátt fyrir góðan vilja heilbrigðisráðherra virðast talibanar markaðshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum ætla að hafa það fram að enn frekari einkavæðing verði á umönnunar- og læknisþjónustu; virtur og vellátinn fjölbrautaskóli í Ármúla er afhentur einkaaðilum og sendur út á guð og gadd markaðarins – að ógleymdum dómsmálaráðherra sem fyllir stræti og torg af vopnuðum lögreglumönnum þegar fólk er í litahlaupi og er andvíg flokkun á rusli en vill sjálf fá ein að flokka dómara…
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun