Tesla orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 09:25 Tesla Model X. Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent
Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent