Tesla orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 09:25 Tesla Model X. Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent