Körfubolti

Þessu hvíslaði Durant að LeBron eftir sigurinn í nótt | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kevin Durant og LeBron James áttu stund eftir leikinn.
Kevin Durant og LeBron James áttu stund eftir leikinn. vísir/getty
Kevin Durant, leikmaður Golden State Warriors, varð í fyrsta sinn NBA-meistari í nótt þegar lið hans lagði Cleveland Warriors í fimmta leik lokaúrslitanna en Golden State tapaði aðeins einum leik alla úrslitakeppnina.

Durant var kjörinn besti leikmaður lokaúrslitanna en hann spilaði ótrúlega og skoraði 39 stig í síðasta leiknum í nótt. Hann háði mikla baráttu við LeBron James sem var einnig magnaður í lokaúrslitunum og náð að meðaltali þrefaldri tvennu.

„Hann er eini maðurinn sem ég hef horft til síðan árið 2012. Hann er sá eini sem getur farið upp á móti mér. Ég meina maðurinn var með þrefalda tvennu að meðaltali. Það er ekki hægt að stöðva hann,“ sagði Durant eftir leik.

Durant tapaði í lokaúrslitum NBA-deildarinnar sem leikmaður OKC Thunder fyrir fimm árum en þá tapaði hann fyrir LeBron James og félögum hans í Miami Heat. Þeir félagarnir spjölluðu stuttlega saman eftir leik og þá hvíslaði Durant þessu að LeBron:

„Við tókumst á og ég sagði honum að nú væri jafnt í einvígi okkar. Vonandi fáum við tækifæri til að gera þetta aftur en ég ætla að fagna þessum titli í kvöld,“ sagði Kevin Durant.

NBA

Tengdar fréttir

Sögulegur meistaratitill hjá Warriors

Golden State Warriors varð NBA-meistari í nótt eftir 129-120 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt. Warriors vann þar með rimmu liðanna 4-1 og tapaði aðeins einum leik í úrslitakeppninni.

Durant: Ég hef ekki sofið í tvo daga

Það voru liðin fimm ár frá því að Kevin Durant komst í úrslit NBA-deildarinnar er hann komst þangað með Golden State í ár. Hann nýtti tækifærið til fullnustu núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×