Erlent

Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Vísir/AFP
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna mun mæta fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarþings Bandarjíkjanna nú kl 18:30. Þar mun hann sitja fyrir svörum varðandi vitnisburð James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem kom fyrir þingnefndina í síðustu viku.

Comey sakaði Hvíta húsið um illa unnin störf og lygar. Einnig sagði hann Sessions hafa reynt að koma í veg fyrir að bein samskipti yrðu á milli forsetans og Comey.

Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar.

Beina útsendingu af yfirheyrslunni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Neitar að hafa rætt um Comey við Trump

Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey.

Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla

Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa.

Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag

Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI.

Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag

Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×