Ráðherrann blés á samsæri en ýmsum spurningum ósvarað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 09:00 Sessions gaf ekki mikið fyrir sögusagnir þess efnis að hann hefði staðið í samsæri með Rússum. Vísir/EPA Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira