Eins og hann segir er húðflúrið í svipuðum stíl og hið víðfræga Thug Life flúr sem rapparinn Tupac fékk sér á sínum tíma, en það er líklega ofarlega á lista yfir frægustu húðflúr allra tíma. Flúrið fékk Hnetusmjör á stofunni Reykjavík Ink og var það flúrarinn Ryan Campbell sem sá um að teikna þennan ódauðlega óð til Kópavogsbæjar á húð rapparans.

Herra Hnetusmjör spilar á Secret Solstice hátíðinni, í Valhöll, stóra sviðinu, á sunnudaginn klukkan hálf fjögur. Þar hitar hann upp fyrir ekki ómerkari listamenn en Rick Ross, Big Sean, Anderson Paak og Young M.A. Það er því eins gott að hann sé kominn með gott flúr til að sýna áhorfendum.
„Það er náttúrulega Rick Ross og allt íslenska rappið,“ svarar Herra Hnetusmjör þegar hann er spurður að því hverju hann sé spenntastur fyrir á Solstice.