Heiðrar heimabæinn með flennistóru flúri Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júní 2017 10:00 Herra Hnetusmjör elskar Kópavoginn meira en Gunnar Birgisson. Vísir/Anton Brink „Ég og Joe Frazier vorum í galsa fyrir svona tveimur vikum og mér datt þetta svona í hug í djóki – út af því að Tupac var með Thug Life á maganum. Og svo einhvern veginn varð þetta bara að veruleika á mjög stuttum tíma,“ segir Kópavogsbúinn Herra Hnetusmjör, en hann fékk sér á þriðjudaginn flennistórt „Kóp Boi“ tattú þvert yfir magann á sér. Eins og hann segir er húðflúrið í svipuðum stíl og hið víðfræga Thug Life flúr sem rapparinn Tupac fékk sér á sínum tíma, en það er líklega ofarlega á lista yfir frægustu húðflúr allra tíma. Flúrið fékk Hnetusmjör á stofunni Reykjavík Ink og var það flúrarinn Ryan Campbell sem sá um að teikna þennan ódauðlega óð til Kópavogsbæjar á húð rapparans.Goðsögnin Tupac skreytti sig með orðunum Thug Life.Herra Hnetusmjör hefur ekki verið feiminn við að heiðra heimabæ sinn, Kópavog, í gegnum tíðina en hann gerði meðal annars smellinn 203 stjórinn á síðasta ári, en útvarpsþátturinn Kronik valdi það fimmta besta íslenska rapplag ársins 2016, þar sem hann vísar til póstfangsins 203 í Kópavogi. Herra Hnetusmjör spilar á Secret Solstice hátíðinni, í Valhöll, stóra sviðinu, á sunnudaginn klukkan hálf fjögur. Þar hitar hann upp fyrir ekki ómerkari listamenn en Rick Ross, Big Sean, Anderson Paak og Young M.A. Það er því eins gott að hann sé kominn með gott flúr til að sýna áhorfendum. „Það er náttúrulega Rick Ross og allt íslenska rappið,“ svarar Herra Hnetusmjör þegar hann er spurður að því hverju hann sé spenntastur fyrir á Solstice. Húðflúr Kópavogur Tónlist Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Ég og Joe Frazier vorum í galsa fyrir svona tveimur vikum og mér datt þetta svona í hug í djóki – út af því að Tupac var með Thug Life á maganum. Og svo einhvern veginn varð þetta bara að veruleika á mjög stuttum tíma,“ segir Kópavogsbúinn Herra Hnetusmjör, en hann fékk sér á þriðjudaginn flennistórt „Kóp Boi“ tattú þvert yfir magann á sér. Eins og hann segir er húðflúrið í svipuðum stíl og hið víðfræga Thug Life flúr sem rapparinn Tupac fékk sér á sínum tíma, en það er líklega ofarlega á lista yfir frægustu húðflúr allra tíma. Flúrið fékk Hnetusmjör á stofunni Reykjavík Ink og var það flúrarinn Ryan Campbell sem sá um að teikna þennan ódauðlega óð til Kópavogsbæjar á húð rapparans.Goðsögnin Tupac skreytti sig með orðunum Thug Life.Herra Hnetusmjör hefur ekki verið feiminn við að heiðra heimabæ sinn, Kópavog, í gegnum tíðina en hann gerði meðal annars smellinn 203 stjórinn á síðasta ári, en útvarpsþátturinn Kronik valdi það fimmta besta íslenska rapplag ársins 2016, þar sem hann vísar til póstfangsins 203 í Kópavogi. Herra Hnetusmjör spilar á Secret Solstice hátíðinni, í Valhöll, stóra sviðinu, á sunnudaginn klukkan hálf fjögur. Þar hitar hann upp fyrir ekki ómerkari listamenn en Rick Ross, Big Sean, Anderson Paak og Young M.A. Það er því eins gott að hann sé kominn með gott flúr til að sýna áhorfendum. „Það er náttúrulega Rick Ross og allt íslenska rappið,“ svarar Herra Hnetusmjör þegar hann er spurður að því hverju hann sé spenntastur fyrir á Solstice.
Húðflúr Kópavogur Tónlist Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira