Kolaframleiðsla hefur aldrei dregist meira saman Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 11:46 Kol eru á útleið jafnvel þó að í Bandaríkjunum reyni stjórnvöld að blása lífi í glæður iðnaðarins. Vísir/AFP Metsamdráttur varð í framleiðslu á kolum í heiminum á síðasta ári. Kolin hafa orðið undir í samkeppninni við aðra orkugjafa auk þess sem aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregið úr notkun þeirra. Kínverjar eru stærstu notendur kola í heiminum en í fyrra hafði ekki verið brennt minna af þeim þar í sex ár. Í Bandaríkjunum var kolanotkun sú minnsta frá því á 8. áratug síðustu aldar samkvæmt árlegri skýrslu BP um þróun í orkumálum. Í heildina dróst eftirspurn eftir kolum saman um 1,7% í fyrra, borið saman við 1,9% árlega aukningu að meðaltali frá 2005 til 2015, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Á hinn bóginn jókst notkun á olíu um 1,6% á heimsvísu í fyrra.Kol undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafaÞað eru ekki aðeins loftslagsaðgerðir sem hafa leitt til minnkandi eftirspurnar eftir kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kol hafa orðið undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku. Spencer Dale, aðalhagfræðingur BP, segir að afleiðing samdráttarins sé að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi staðið í stað, þriðja árið í röð í fyrra. Þrátt fyrir það er losun manna á gróðurhúsalofttegundum enn sú mesta frá iðnbyltingu. Draga þarf verulega úr losuninni á allra næstu árum ef menn ætla sér að eiga nokkra von um að ná yfirlýstum markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld. Loftslagsmál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Metsamdráttur varð í framleiðslu á kolum í heiminum á síðasta ári. Kolin hafa orðið undir í samkeppninni við aðra orkugjafa auk þess sem aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregið úr notkun þeirra. Kínverjar eru stærstu notendur kola í heiminum en í fyrra hafði ekki verið brennt minna af þeim þar í sex ár. Í Bandaríkjunum var kolanotkun sú minnsta frá því á 8. áratug síðustu aldar samkvæmt árlegri skýrslu BP um þróun í orkumálum. Í heildina dróst eftirspurn eftir kolum saman um 1,7% í fyrra, borið saman við 1,9% árlega aukningu að meðaltali frá 2005 til 2015, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Á hinn bóginn jókst notkun á olíu um 1,6% á heimsvísu í fyrra.Kol undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafaÞað eru ekki aðeins loftslagsaðgerðir sem hafa leitt til minnkandi eftirspurnar eftir kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kol hafa orðið undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku. Spencer Dale, aðalhagfræðingur BP, segir að afleiðing samdráttarins sé að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi staðið í stað, þriðja árið í röð í fyrra. Þrátt fyrir það er losun manna á gróðurhúsalofttegundum enn sú mesta frá iðnbyltingu. Draga þarf verulega úr losuninni á allra næstu árum ef menn ætla sér að eiga nokkra von um að ná yfirlýstum markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld.
Loftslagsmál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira