Takata öryggispúðaframleiðandinn gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 15:17 Sprunginn Takata öryggispúði. Heimildir herma að japanski öryggispúðaframleiðandinn Takata muni bera fram gjaldþrotabeiðni í næstu viku. Alls hafa verið innkallaðir yfir 100 milljón bíla með Takata loftpúða um heim allan á síðustu árum og er þar um að ræða stærstu innköllun bíla í sögunni. Takata útvegaði 19 bílaframleiðendum öryggispúða í bíla sína, þar á meðal, Ford, Honda, Volkswagen og Tesla. Takata þarf að greiða miklar bætur fyrir gallaða örygipúða sína, sem valdið hafa a.m.k. 16 dauðsföllum og fjölmörgum slysum á undanförnum árum. Takata hefur samþykkt að greiða 1 milljarð bandaríkjadala, eða 100 milljarða króna í sektir. Það versta í tilfelli Takata var að það uppgötvaðist að stjórnendur Takata vissu af göllunum án þess að bregðast við þeim og ekki hefur það orðið til að lækka sektirnar á höndum fyrirtækinu. Af þeim 46,2 milljónum bíla með Takata öryggispúða sem eru í Bandaríkjunum er aðeins búið að skipta út öryggispúðum í 35% þeirra, svo allt eins má búast við fleiri dauðsföllum og slysum af völdum gallaðra öryggispúða frá Takata. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent
Heimildir herma að japanski öryggispúðaframleiðandinn Takata muni bera fram gjaldþrotabeiðni í næstu viku. Alls hafa verið innkallaðir yfir 100 milljón bíla með Takata loftpúða um heim allan á síðustu árum og er þar um að ræða stærstu innköllun bíla í sögunni. Takata útvegaði 19 bílaframleiðendum öryggispúða í bíla sína, þar á meðal, Ford, Honda, Volkswagen og Tesla. Takata þarf að greiða miklar bætur fyrir gallaða örygipúða sína, sem valdið hafa a.m.k. 16 dauðsföllum og fjölmörgum slysum á undanförnum árum. Takata hefur samþykkt að greiða 1 milljarð bandaríkjadala, eða 100 milljarða króna í sektir. Það versta í tilfelli Takata var að það uppgötvaðist að stjórnendur Takata vissu af göllunum án þess að bregðast við þeim og ekki hefur það orðið til að lækka sektirnar á höndum fyrirtækinu. Af þeim 46,2 milljónum bíla með Takata öryggispúða sem eru í Bandaríkjunum er aðeins búið að skipta út öryggispúðum í 35% þeirra, svo allt eins má búast við fleiri dauðsföllum og slysum af völdum gallaðra öryggispúða frá Takata.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent