Trump heimsækir Camp David í fyrsta sinn Atli Ísleifsson skrifar 17. júní 2017 23:30 Trump-fjölskyldan fyrr í dag við Camp David. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir um helgina Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn. Trump hefur áður lýst yfir takmörkuðum áhuga á að nýta sér bústaðinn til að komast í burtu og hlaða batteríin. Þannig hefur Trump lýst staðnum sem „mjög sveitalegum“ og sagt að einungis væri hægt að þola hálftíma vist á staðnum. Trump hefur það sem af er forsetatíðar sinnar fyrst og fremst nýtt lausar stundir með því að fljúga til Flórída til að spila golf. Camp David er að finna í hinum afskekktu Catoctin-fjöllum í Maryland, stuttri þyrluferð frá höfuðborginni Washington. Trump mætti til Camp David fyrr í dag ásamt forsetafrúnni Melaníu og syni þeirra, Barron. Bandaríkjaforsetar hafa síðustu sjö áratugina sótt til Camp David. Þannig funduðu Franklin Delano Roosevelt forseti og Winston Churcill, forsætisráðherra Bretlands, þar árið 1943 þar sem þeir báru saman bækur sínar í aðdraganda innrásar bandamanna inn í Normandí. Jimmy Carter forseti bauð leiðtogum Egypta og Ísraela til Camp David til friðarviðræðna og brúðkaup Dorothy, dóttur George H.W. Bush forseta, fór þar fram. Barack Obama forseti fór 39 sinnum til Camp David á forsetaárum sínum en bauð erlendum þjóðarleiðtogum einungis tvisvar sinnum þangað – leiðtogum á G8-fundinum 2012 og svo leiðtogum ríkja við Persaflóa árið 2015 til að ræða kjarnorkusamninginn við Írani. Donald Trump Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir um helgina Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn. Trump hefur áður lýst yfir takmörkuðum áhuga á að nýta sér bústaðinn til að komast í burtu og hlaða batteríin. Þannig hefur Trump lýst staðnum sem „mjög sveitalegum“ og sagt að einungis væri hægt að þola hálftíma vist á staðnum. Trump hefur það sem af er forsetatíðar sinnar fyrst og fremst nýtt lausar stundir með því að fljúga til Flórída til að spila golf. Camp David er að finna í hinum afskekktu Catoctin-fjöllum í Maryland, stuttri þyrluferð frá höfuðborginni Washington. Trump mætti til Camp David fyrr í dag ásamt forsetafrúnni Melaníu og syni þeirra, Barron. Bandaríkjaforsetar hafa síðustu sjö áratugina sótt til Camp David. Þannig funduðu Franklin Delano Roosevelt forseti og Winston Churcill, forsætisráðherra Bretlands, þar árið 1943 þar sem þeir báru saman bækur sínar í aðdraganda innrásar bandamanna inn í Normandí. Jimmy Carter forseti bauð leiðtogum Egypta og Ísraela til Camp David til friðarviðræðna og brúðkaup Dorothy, dóttur George H.W. Bush forseta, fór þar fram. Barack Obama forseti fór 39 sinnum til Camp David á forsetaárum sínum en bauð erlendum þjóðarleiðtogum einungis tvisvar sinnum þangað – leiðtogum á G8-fundinum 2012 og svo leiðtogum ríkja við Persaflóa árið 2015 til að ræða kjarnorkusamninginn við Írani.
Donald Trump Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira