Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 20:33 David Davis, sem fer fyrir samninganefnd Bretlands, og Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Vísir/AFP Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. David Davis, sem fer fyrir samninganefnd Bretlands, sagði þessa niðurstöðu á forgangsröðun viðræðanna í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar. The Guardian greindi frá þessu í umfjöllun um fyrsta dag viðræðna. „Það skiptir ekki máli hvernig þær byrja heldur hvernig þeim lýkur,“ sagði Davis eftir fyrsta dag viðræðna í Brussel höfuðborg Belgíu. „Ekkert er samþykkt fyrr en allt hefur verið samþykkt.“ Michel Barnier, aðal samningamaður Evrópusambandsins, sagði að Bretland væri ekki í stöðu til að stýra tímasetningu viðræðanna. „Bretland hefur beðið um að segja sig úr Evrópusambandinu, þessu er ekki öfugt farið, svo við þurfum að gera ráð fyrir afleiðingum ákvarðana okkar og þær afleiðingar eru umtalsverðar,“ sagði Barnier aðspurður hvort Evrópusambandið hygðist sjálft slaka á einhverjum kröfum. Hann bað Breta um að vanmeta ekki umræddar afleiðingar. Þá mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gera sér ferð til Brussel á fimmtudag til að svipta hulunni af nýju tilboði Bretlands sem á að tryggja réttindi ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi. Landamæri Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi og þar af leiðandi úrsögn þess úr Evrópusambandinu, og Írlands voru einnig tekin fyrir á fundinum. Þá var dagurinn þó að mestu notaður til að teikna upp skipulag komandi viðræðna og ákvarða helstu tímasetningar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/StefánÍslendingar þurfa að fylgjast vel með Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með Brexit-viðræðunum sem hófust í dag. Hann lagði áherslu á mikilvægi viðskiptasambands Íslands og Breta og þeirra hagsmuna sem þar bæri að gæta. „Þetta er mikilvægasta viðskiptaland okkar, Bretar, og búið að vera það lengi en það sem um þarna ræðir, það ætti í rauninni ekki að vera stórmál þegar eitthvað Evrópuríki ákveður að ganga úr ákveðnu samstarfi eins og þarna er um að ræða,“ sagði Guðlaugur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stærsta vandann við úrsögn Breta úr sambandinu í raun tvenns konar. „Það er annars vegar að Bretar borga mjög mikið inn í sambandið, þeir borga um 16% af heildarkostnaðinum, og það er mjög mikið áfall fyrir Evrópusambandið að missa það. Hitt er að Evrópusambandið vill alls ekki að fleiri gangi út og vilja helst að skilmálarnir verði þannig að það verði ekki spennandi fyrir aðra að fylgja í kjölfarið.“Nokkrir möguleikar í kortunum Þá ræddi hann einnig samningsstöðu Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, EES, og Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA. Hann sagði nokkra möguleika í stöðunni varðandi stöðu Íslands. „Það eru nokkrar sviðsmyndir uppi, í fyrsta lagi að EFTA-ríkin myndu gera sameiginlegan samning við Breta, því þetta snýst um það að þegar Bretar fara úr Evrópusambandinu þá að öllu óbreyttu myndu hækka tollar á ýmsum vörum sem við erum með tollfrelsi á.“ Þá sagði hann einnig koma til greina að Íslendingar geri tvíhliða samning við Breta eða þá að EFTA-löndin verði hreinlega tekin inn í samninga á milli Evrópusambandsins og Bretlands. Stefnt er að því að Brexit-viðræðum ljúki innan næstu tveggja ára.Viðtalið við Guðlaug Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Brexit Tengdar fréttir Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum. 10. júní 2017 10:44 Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. 19. júní 2017 07:00 Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Bæði tækifæri og áskoranir fyrir Ísland og Íslendinga fylgja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu segir Breta vilja vinna áfram að traustu viðskiptasambandi við Ísland. 15. júní 2017 07:00 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. David Davis, sem fer fyrir samninganefnd Bretlands, sagði þessa niðurstöðu á forgangsröðun viðræðanna í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar. The Guardian greindi frá þessu í umfjöllun um fyrsta dag viðræðna. „Það skiptir ekki máli hvernig þær byrja heldur hvernig þeim lýkur,“ sagði Davis eftir fyrsta dag viðræðna í Brussel höfuðborg Belgíu. „Ekkert er samþykkt fyrr en allt hefur verið samþykkt.“ Michel Barnier, aðal samningamaður Evrópusambandsins, sagði að Bretland væri ekki í stöðu til að stýra tímasetningu viðræðanna. „Bretland hefur beðið um að segja sig úr Evrópusambandinu, þessu er ekki öfugt farið, svo við þurfum að gera ráð fyrir afleiðingum ákvarðana okkar og þær afleiðingar eru umtalsverðar,“ sagði Barnier aðspurður hvort Evrópusambandið hygðist sjálft slaka á einhverjum kröfum. Hann bað Breta um að vanmeta ekki umræddar afleiðingar. Þá mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gera sér ferð til Brussel á fimmtudag til að svipta hulunni af nýju tilboði Bretlands sem á að tryggja réttindi ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi. Landamæri Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi og þar af leiðandi úrsögn þess úr Evrópusambandinu, og Írlands voru einnig tekin fyrir á fundinum. Þá var dagurinn þó að mestu notaður til að teikna upp skipulag komandi viðræðna og ákvarða helstu tímasetningar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/StefánÍslendingar þurfa að fylgjast vel með Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með Brexit-viðræðunum sem hófust í dag. Hann lagði áherslu á mikilvægi viðskiptasambands Íslands og Breta og þeirra hagsmuna sem þar bæri að gæta. „Þetta er mikilvægasta viðskiptaland okkar, Bretar, og búið að vera það lengi en það sem um þarna ræðir, það ætti í rauninni ekki að vera stórmál þegar eitthvað Evrópuríki ákveður að ganga úr ákveðnu samstarfi eins og þarna er um að ræða,“ sagði Guðlaugur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stærsta vandann við úrsögn Breta úr sambandinu í raun tvenns konar. „Það er annars vegar að Bretar borga mjög mikið inn í sambandið, þeir borga um 16% af heildarkostnaðinum, og það er mjög mikið áfall fyrir Evrópusambandið að missa það. Hitt er að Evrópusambandið vill alls ekki að fleiri gangi út og vilja helst að skilmálarnir verði þannig að það verði ekki spennandi fyrir aðra að fylgja í kjölfarið.“Nokkrir möguleikar í kortunum Þá ræddi hann einnig samningsstöðu Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, EES, og Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA. Hann sagði nokkra möguleika í stöðunni varðandi stöðu Íslands. „Það eru nokkrar sviðsmyndir uppi, í fyrsta lagi að EFTA-ríkin myndu gera sameiginlegan samning við Breta, því þetta snýst um það að þegar Bretar fara úr Evrópusambandinu þá að öllu óbreyttu myndu hækka tollar á ýmsum vörum sem við erum með tollfrelsi á.“ Þá sagði hann einnig koma til greina að Íslendingar geri tvíhliða samning við Breta eða þá að EFTA-löndin verði hreinlega tekin inn í samninga á milli Evrópusambandsins og Bretlands. Stefnt er að því að Brexit-viðræðum ljúki innan næstu tveggja ára.Viðtalið við Guðlaug Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum. 10. júní 2017 10:44 Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. 19. júní 2017 07:00 Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Bæði tækifæri og áskoranir fyrir Ísland og Íslendinga fylgja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu segir Breta vilja vinna áfram að traustu viðskiptasambandi við Ísland. 15. júní 2017 07:00 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum. 10. júní 2017 10:44
Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. 19. júní 2017 07:00
Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Bæði tækifæri og áskoranir fyrir Ísland og Íslendinga fylgja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu segir Breta vilja vinna áfram að traustu viðskiptasambandi við Ísland. 15. júní 2017 07:00
Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00