Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregur land sitt út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira