Ellefu ára gamalt met slegið í bílasölu í maímánuði Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2017 16:51 Nissan Micra er seldur hjá BL. Alls seldust 4.107 nýir fólks- og sendibílar í maí nýliðnum og voru skráðir 1.211 bílar af merkjum sem BL er með umboð fyrir samkvæmt tölum frá Umferðastofu. Þar með sló BL 11 ára gamalt Íslandsmet Toyota frá árinu 2006 þegar alls voru nýskráðar 1.013 Toyotabifreiðar. Á fyrstu fimm mánuðum ársins stækkaði bílamarkaðurinn um 13% miðað við sama tímabil 2016. BL hefur fyrstu fimm mánuði ársins selt 3.359 nýja bíla sem er aukning um 21% eða 578 bíla. Hlutdeild BL er því eftir þessa fyrstu mánuði 29,3% samanborið við 27,5% hlutdeild á sama tíma í fyrra. Þessa fyrstu fimm mánuði hefur sala til bílaleiga aukist um 7% en fyrirtækja- og einstaklingsmarkaður hefur aukist um 21%. BL hefur aftur á móti aukið sölu sína til einstakinga um 63% það sem af er árinu. Hlutdeild BL á einstaklingsmarkaði hefur vaxið úr 22,6% í 28% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent
Alls seldust 4.107 nýir fólks- og sendibílar í maí nýliðnum og voru skráðir 1.211 bílar af merkjum sem BL er með umboð fyrir samkvæmt tölum frá Umferðastofu. Þar með sló BL 11 ára gamalt Íslandsmet Toyota frá árinu 2006 þegar alls voru nýskráðar 1.013 Toyotabifreiðar. Á fyrstu fimm mánuðum ársins stækkaði bílamarkaðurinn um 13% miðað við sama tímabil 2016. BL hefur fyrstu fimm mánuði ársins selt 3.359 nýja bíla sem er aukning um 21% eða 578 bíla. Hlutdeild BL er því eftir þessa fyrstu mánuði 29,3% samanborið við 27,5% hlutdeild á sama tíma í fyrra. Þessa fyrstu fimm mánuði hefur sala til bílaleiga aukist um 7% en fyrirtækja- og einstaklingsmarkaður hefur aukist um 21%. BL hefur aftur á móti aukið sölu sína til einstakinga um 63% það sem af er árinu. Hlutdeild BL á einstaklingsmarkaði hefur vaxið úr 22,6% í 28% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent