Fótbolti

Svona er stemmningin í Cardiff | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klukkan 18:45 flautar þýski dómarinn Felix Brych til leiks í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Juventus og Real Madrid mætast á Þúsaldarvellinum í Cardiff.

Bæði lið hafa verið frábær í keppninni og aðeins tapað einum leik samanlagt. Það verður því eitthvað undan að láta í kvöld.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og það er Guðmundur Benediktsson sem sér um að lýsa honum.

Útsending hefst klukkan 18:00 en landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða gestir Ríkharðs Óskars Guðnasonar í settinu.

Mikil stemmning er í Cardiff en í myndbandinu hér að ofan má sjá veglega upphitun fyrir úrslitaleikinn í kvöld.


Tengdar fréttir

Þriðja atlagan að þeim stóra

Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon fær í kvöld sitt þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeild Evrópu. Þá mætast Juventus og Real Madrid í úrslitaleik á Þúsaldarvellinum í Cardiff.

Sóknarþungi leggst á varnarmúr

Úrslitaleiksins í Meistaradeildinni, þar sem Real Mad­rid og Juventus mætast, er beðið með eftirvæntingu enda einvígi og stríð út um allan völl.

Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus

Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×