Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 14:47 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira