May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2017 10:04 Theresa May las yfirlýsingu í Downing stræti í morgun. Vísir/afp Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leggur til að hryðjuverkalöggjöf landsins verði endurskoðuð í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í London í gærkvöldi. Vill hún sjá lengri fangelsisdóma fyrir sumar tegundir brota. May greindi frá þessu á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun. May fór þar yfir nýjustu fréttir af árásinni, sagði að auk hinna þriggja árásarmanna væru sjö látnir og 48 á sjúkrahúsi. Margir væru lífshættulega særðir. Forsætisráðherrann sagði árásarmennina hafa klæðst fölsuðum sprengjuvestum í þeim eina tilgangi að skapa ótta og ringulreið. May sagði lögregluyfirvöld hafa komið í veg fyrir fimm trúverðugar hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. Sagði hún samfélagið standa frammi fyrir nýrri tegund árása þar sem árásarmenn væru að herma eftir hver öðrum. Forsætisráðherrann sagði ljóst að ekki væri hægt að halda áfram án þess að bregðast við. Hún sakaði stóru netfyrirtækin um að skapa „örugg svæði “ fyrir öfgamenn á netinu og hvatti til að alþjóðasamfélagið myndi þrýsta á fyrirtækin að grípa til aðgerða. May sagði umburðarlyndi í garð öfgastefnu væri of mikið í Bretlandi og að grípa þyrfti til mikilla aðgerða til að snúa þessu við. Þetta myndi krefjast samræðna sem gætu reynst erfiðar og óþægilegar. Loks sagði hún að þingkosningarnar myndu fara fram á fimmtudag og að kosningabaráttu yrði fram haldið á morgun.UK general election to go ahead on Thursday, PM May confirms, as she appeals for public to live lives as normal https://t.co/ol9pshKebo pic.twitter.com/0IPIXJx2rU— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 4, 2017 Hryðjuverk í London Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leggur til að hryðjuverkalöggjöf landsins verði endurskoðuð í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í London í gærkvöldi. Vill hún sjá lengri fangelsisdóma fyrir sumar tegundir brota. May greindi frá þessu á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun. May fór þar yfir nýjustu fréttir af árásinni, sagði að auk hinna þriggja árásarmanna væru sjö látnir og 48 á sjúkrahúsi. Margir væru lífshættulega særðir. Forsætisráðherrann sagði árásarmennina hafa klæðst fölsuðum sprengjuvestum í þeim eina tilgangi að skapa ótta og ringulreið. May sagði lögregluyfirvöld hafa komið í veg fyrir fimm trúverðugar hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. Sagði hún samfélagið standa frammi fyrir nýrri tegund árása þar sem árásarmenn væru að herma eftir hver öðrum. Forsætisráðherrann sagði ljóst að ekki væri hægt að halda áfram án þess að bregðast við. Hún sakaði stóru netfyrirtækin um að skapa „örugg svæði “ fyrir öfgamenn á netinu og hvatti til að alþjóðasamfélagið myndi þrýsta á fyrirtækin að grípa til aðgerða. May sagði umburðarlyndi í garð öfgastefnu væri of mikið í Bretlandi og að grípa þyrfti til mikilla aðgerða til að snúa þessu við. Þetta myndi krefjast samræðna sem gætu reynst erfiðar og óþægilegar. Loks sagði hún að þingkosningarnar myndu fara fram á fimmtudag og að kosningabaráttu yrði fram haldið á morgun.UK general election to go ahead on Thursday, PM May confirms, as she appeals for public to live lives as normal https://t.co/ol9pshKebo pic.twitter.com/0IPIXJx2rU— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 4, 2017
Hryðjuverk í London Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira